Búseturéttarsamningi íbúðar að Hrannarstíg 32 hefur verið sagt upp og verður íbúðinni skilað í lok októbermánaðar. Um er að ræða minni gerð af íbúð í raðhúsinu eða 88,3 ferm.
Einnig lagt fram erindi íbúa í stærri gerð af íbúð í sama ráðhúsi, þar sem óskað er eftir skiptum úr stærri íbúð í minni íbúð.
Bæjarstjórn fellst á framlagt erindi íbúa í einni af stærri íbúðunum um að skipta úr stærri íbúð yfir í minni íbúð. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að selja stærri íbúðina sem þá mun losna, með svipuðu verklagi og við sölu síðustu íbúðar.
Bæjarstjóra er falið að koma íbúðinni í söluferli. Sett verði kvöð með þeim hætti að íbúðin verði eingöngu fyrir 60 ára og eldri, með sambærilegum hætti og gert var um síðustu íbúð.
Samþykkt samhljóða.