Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 2, landnr. L201174, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.
Lóðinni var úthlutað á síðasta ári, en gerð lóðablaðs kemur í kjölfar gildistöku nýs deiliskipulags iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár. Lýsingin tilgreinir rétt lóðamörk út frá deiliskipulagi, en auk þess hefur lóðarhafi beðið um stækkun lóðar til vesturs um 2 bil (metralóðir), þ.e. 10 metra, og verður lóðin þá 1.758 fermetrar að stærð eftir þessar breytingar.
Endanleg lóðaúthlutun miðast við útgáfu þessarar merkjalýsingar, sem einnig er grunnur lóðarleigusamnings sem gerður verður þegar merkjalýsandi hefur lokið yfirferð.
Gestir
- Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 14:00
Samþykkt samhljóða.