Reglur um tímabundinn afslátt af tilteknum eldri byggingarlóðum íbúðarhúsa gilda til næstu áramóta.
Lögð fram tillaga til bæjarstjórnar, sem felur í sér óbreyttar reglur fyrir árið 2026, þannig að tímabundinn afsláttur nái til þeirra eldri íbúðarlóða sem eftir eru og eru þær tilgreindar.
Lóðirnar sem lagt er til að njóti 50% afsláttar á árinu 2026 eru eftirtaldar:
- Grundargata 63
- Fellabrekka 1
- Hellnafell 1
- Fellabrekka 7, 9, 11 og 13
- Fellasneið 5
- Fellasneið 7
- Ölkelduvegur 17a-17b
Tillagan samþykkt samhljóða og kemur til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar á næsta fundi.