648. fundur 28. nóvember 2025 kl. 08:30 - 11:58 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Íþróttamannvirki - ýmis gögn

Málsnúmer 2511024Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis gögn um íþróttamannvirki.



Rætt um framlögð gögn og um útfærslur við uppbyggingu íþróttamannvirkja.

SG kom kl. 9:29.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi - mæting: 08:40
  • Hinrik Konráðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

2.Lausafjárstaða 2025

Málsnúmer 2501016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

3.Rekstraryfirlit 2025

Málsnúmer 2505021Vakta málsnúmer

Lagt fram níu mánaða rekstraryfirlit fyrir janúar-september 2025.
Raunrekstur er undir áætlun tímabilsins.

4.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2026

Málsnúmer 2509019Vakta málsnúmer

Lögð fram umbeðin viðbótargögn frá Skíðadeild UMFG, í tengslum við styrkumsókn v. 2026.



Bæjarráð lauk við ákvörðun um styrki skv. umsóknum.

5.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lögð fram heildargögn, m.a. rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2025 og 2026, sem og breytingum frá fyrri umræðu.



Einnig lagt fram yfirlit með greiningum á ýmsum þáttum í rekstri bæjarins (kennitölur) yfir langt tímabil.

Farið yfir drög að áætlun og greiningagögn.

Síðari umræða um fjárhagsáætlun fer fram í bæjarstjórn 11. desember nk.

Í tengslum við umræðu undir lið 9, um framkvæmdir í Hrannarstíg, fór Nanna Vilborg yfir forgangsröðun helstu framkvæmda í götum og við gangstéttar. Ákveðnar áherslur ræddar í bæjarráði, sem færast yfir í fjárfestingaáætlun 2026.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála

6.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum árið 2026

Málsnúmer 2511025Vakta málsnúmer

Reglur um tímabundinn afslátt af tilteknum eldri byggingarlóðum íbúðarhúsa gilda til næstu áramóta.



Lögð fram tillaga til bæjarstjórnar, sem felur í sér óbreyttar reglur fyrir árið 2026, þannig að tímabundinn afsláttur nái til þeirra eldri íbúðarlóða sem eftir eru og eru þær tilgreindar.



Lóðirnar sem lagt er til að njóti 50% afsláttar á árinu 2026 eru eftirtaldar:

- Grundargata 63
- Fellabrekka 1
- Hellnafell 1
- Fellabrekka 7, 9, 11 og 13
- Fellasneið 5
- Fellasneið 7
- Ölkelduvegur 17a-17b

Tillagan samþykkt samhljóða og kemur til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar á næsta fundi.

7.Uppbyggingarsjóður íþrótta- og menningarmála

Málsnúmer 2503029Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirfarin drög að reglum Uppbyggingarsjóðs félags-, íþrótta- og menningarmála.

Farið yfir fyrirliggjandi drög að reglum Uppbyggingarsjóðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þessi tillaga verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hinrik Konráðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:50

8.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2511007Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026 lögð fyrir bæjarráð til umfjöllunar, í samræmi við bókun bæjarstjórnar á fundi 13. nóvember sl.



Lagðar fram eldri og nýrri útgáfa fjárhagsáætlunar, og er sú nýrri tekin til afgreiðslu.



Akraneskaupstaður hafnaði tillögu um viðbótarstöðugildi, þannig að nefndin samdi aðra áætlun og liggur hún hér fyrir.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun HeV.

Samþykkt samhljóða.

9.Hrannarstígur miðjuhluti, hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2511026Vakta málsnúmer

Kynning á áætlun um gangstéttir og frágang á Hrannarstíg, miðjuhluta.



Lagt fram bréf til húseigenda á svæðinu frá 7. nóv. sl., einnig plöntuteikning fyrir regnbeð í Hrannarstíg.

Nanna Vilborg fór yfir og kynnti fyrirliggjandi áform um frágang á miðjuhluta Hrannarstígs, frá Fagurhóli og að lóð Sögumiðstöðvar, en þær framkvæmdir eru í samræmi við frágang ofar í götunni.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála - mæting: 11:25

10.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar (vinnuskjal) úr umræðum á samráðsfundum sem haldnir voru 17. nóv. sl. um vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar. Einnig minnispunktar um atriði sem lagt er til að verði skoðuð nánar, í tengslum við gerð deiliskipulags hafnarsvæðis (vinnuskjal).



Hafnarstjórn hefur lagt til að mánudag 8. des. nk. verði sameiginlegur vinnufundur hafnarstjórnar, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarfulltrúa - um deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis. Áður en að þeim fundi komi, verði framangreindir minnispunktar sendir fulltrúum í skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn.



Bæjarráð tekur undir tillögu hafnarstjórnar um að koma á sameiginlegum fundi skipulags- og umhverfisnefndar, hafnarstjórnar og bæjarfulltrúa þann 8. desember nk.

11.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að panta nýja dælu í holu nr. 7, þannig að hægt sé að fá fram fulla virkni úr henni, inná varmadælukerfi mannvirkjanna.



12.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Eftirlitsskýrsla vegna íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2511028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, vegna skoðunar í sundlaug, sem fram fór 11. nóvember sl.

Búið er að lagfæra hluta af þeim atriðum sem gerðar eru athugasemdir við.

Bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi gera athugasemdir við tiltekin atriði í skýrslunni, sem þau telja ekki réttar. Óskað verður skýringa/rökstuðnings frá Heilbrigðiseftirlitinu um þau.

Gestir

  • Hinrik Konráðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

13.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 199. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 17. nóvember sl.

Í fundargerðinni er bókað að lögð séu fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með breytingu sem felist í að hætt sé við að ráða starfsmann til að sinna lóðahreinsunum, eins og fram kom í fyrri fundargerð og útsendri fjárhagsáætlun sem lá fyrir bæjarstjórn 13. nóv. sl. Eins sé framlag sveitarfélaga uppfært milli ára í takt við verðlagsþróun. Þessar breytingar voru samþykktar af heilbrigðisnefnd.

14.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Ársskýrsla 2024

Málsnúmer 2511029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2024.

15.Innviðaráðuneytið - Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna

Málsnúmer 2511027Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, sem hefur í samstarfi við Byggðastofnun gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna.

Leiðbeiningarnar eru settar á grundvelli aðgerðar A.15 í byggðaáætlun, Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis.

16.ÖBÍ réttindasamtök - 3. desember Alþjóðadagur fatlaðs fólks - Upplýst samfélag.

Málsnúmer 2511030Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Öryrkjabandalags Íslands með upplýsingum um alþjóðlegan dag fatlaðs fólks 3. desember nk.

Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 11:58.