Unnið er að frágangi ýmissa atriða í hönnun á næsta áfanga í ICEWATER verkefni bæjarins (blágrænar ofanvatnslausnir). Um er að ræða kafla á Borgarbraut, frá Grundargötu að Hlíðarvegi. Áður var búið að malbika gangstéttar báðum megin í götunni og gróf hönnun liggur fyrir.
Hönnuður bendir á ákveðin atriði sem útfæra þarf lausnir á.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að lausn með hönnuðum.