Málsnúmer 2512003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 273. fundur - 08.12.2025

Útbúin hefur verið stöðluð hönnun fyrir niðurtektir og gönguþveranir í götum, þar sem endurnýja á gangstéttir. Um er að ræða leiðbeiningar fyrir verktaka sem sjá um framkvæmdir fyrir Grundarfjarðarbæ.



Þetta á að vera okkar staðlaða útlit/útfærsla til þess að fá samræmt útlit og fylgja helstu reglum og stöðlum í þessum málaflokki.



Leiðbeiningarnar munu héðan í frá verða hið almenna viðmið. Verkefni eru þó mismunandi og þarf þá að vera hægt að taka tillit til þess með viðeigandi breytingum í samráði við fulltrúa bæjarins.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með framkomna hönnun og felur verkefnisstjóra að vinna að samræmingu í samstarfi við þjónustumiðstöð og verktaka.