Útbúin hefur verið stöðluð hönnun fyrir niðurtektir og gönguþveranir í götum, þar sem endurnýja á gangstéttir. Um er að ræða leiðbeiningar fyrir verktaka sem sjá um framkvæmdir fyrir Grundarfjarðarbæ.
Þetta á að vera okkar staðlaða útlit/útfærsla til þess að fá samræmt útlit og fylgja helstu reglum og stöðlum í þessum málaflokki.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með framkomna hönnun og felur verkefnisstjóra að vinna að samræmingu í samstarfi við þjónustumiðstöð og verktaka.