Málsnúmer 2601003

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 115. fundur - 13.01.2026

Nefndin leggur til að félögin tilnefni einn aðila hverju sinni sem sjálfboðaliða ársins. Einnig að dagsetning á verðlaunahátíðinni verði endurskoðuð að hausti.

Ákveðið að gera breyitingar á reglum um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar. Í 1,2,3,4 og 6.grein reglanna kemur fram að nefndin kallist íþrótta- og æskulýðsnefnd en lagt er til að því verði breytt í íþrótta- og tómstundarnefnd. Samþykkt samhljóða.

Í 4.grein reglanna kemur fram "auk fulltrúa frá hverri deild allra íþróttafélaga í Grundarfirði...". Lagt er til eftirfarandi breyting. "Aðal- og varamenn íþrótta- og tómstundarnefndar auk eins fulltrúa frá hverri deild allra íþróttafélaga í Grundarfirði, kjósa íþróttamann Grundarfjarðar samkvæmt vinnureglum sem íþrótta- og tómstundarnefnd setur." Samþykkt samhljóða.