Málsnúmer 2510017Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða framlagða tillögu verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns menningar- og markaðsmála, um að stofna samráðshóp um skipulag og nýtingu útivistarkragans ofan þéttbýlis (OP-5). Þremenningarnir leggja til að samráðshópurinn sé skipaður aðilum úr þeim nefndum er málið varðar, þ.e. skipulags- og umhverfisnefnd, íþrótta- og tómstundarnefnd og menningarnefnd (aðilar úr öðrum nefndum kallaðir inn eftir þörfum). Hlutverk samráðshópsins verði að fá hagaðila saman að borðinu til þess að mynda sameiginlega sýn um svæðið, forsendur fyrir frekari ákvörðunum og uppbyggingu.
Óskað er eftir að íþrótta- og tómstundarnefnd tilnefni aðila til þess að sitja í þessum samráðshóp.
Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ kom inn á fundinn.
Gestir
- Nanna Vilborg Harðardóttir - mæting: 16:30