115. fundur 13. janúar 2026 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Patrycja Aleksandra Gawor (PAG)
Starfsmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hinrik Konráðsson (HK) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Fundur settur og gengið til dagskrár.

1.OP-5 Útivistarkraginn

Málsnúmer 2510017Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða framlagða tillögu verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns menningar- og markaðsmála, um að stofna samráðshóp um skipulag og nýtingu útivistarkragans ofan þéttbýlis (OP-5). Þremenningarnir leggja til að samráðshópurinn sé skipaður aðilum úr þeim nefndum er málið varðar, þ.e. skipulags- og umhverfisnefnd, íþrótta- og tómstundarnefnd og menningarnefnd (aðilar úr öðrum nefndum kallaðir inn eftir þörfum). Hlutverk samráðshópsins verði að fá hagaðila saman að borðinu til þess að mynda sameiginlega sýn um svæðið, forsendur fyrir frekari ákvörðunum og uppbyggingu.



Óskað er eftir að íþrótta- og tómstundarnefnd tilnefni aðila til þess að sitja í þessum samráðshóp.



Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ kom inn á fundinn.
Nefndin telur þetta vera mjög spennandi verkefni en vill bíða með að skipa aðila í stýrihópinn þar til úttekt Lands og Skógar á útivistarkraganum hefur farið fram og í framhaldi af því kemur í ljós hvenær stýrihópurinn mun taka til starfa.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir - mæting: 16:30

2.Stígamál í Grundarfirði - Fjallahjólaleiðir

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Farið yfir stígamál í Grundarfirði.



Rætt um stígamál við íþróttasvæðið og grunnskólann. Samkvæmt fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar hefur verið lagt fram fjármagn til stígagerðar á svæðinu. Einnig þarf að finna lausn á þeirri miklu vatnssöfnun sem verður á íþróttasvæðinu og er Cowi að vinna með Grundarfjarðarbæ að finna lausnina.

Ákveðið var að á næsta fundi nefndarinnar verði unnið að tillögum á staðsetningu stíga á íþróttasvæðinu í samvinnu með Nönnu Vilborg.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir

3.Öryrkjabandalag Íslands, réttindasamtök - Aðgengisfulltrúi

Málsnúmer 2510009Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir nefndina.



Aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar, Nanna Vilborg, hefur í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, Hinrik, og Berg Þorra Benjamínsson Verkefnastjóra hjá ÖBÍ-Réttindasamtök gert létta úttekt á íþróttahúsinu og sundlauginni með það í huga að aðili á hjólastól gæti komist klakklaust í sund eða á íþróttaviðburð í húsinu.

Gerð var samantekt (sjá fylgiskjal) og hún send á ÖBÍ til skoðunar. Munu þeir síðan koma með ráðleggingar.

ÖBÍ setur fyrirvara á þetta verkefni sem er ákveðin tilraun á landsvísu:



"Verkefnastjóri byggir sínar niðurstöður og ráðleggingar á skoðun teikninga og mynda auk þess að vera notandi hjálpartækja í meira en 25 ár. Niðurstöður og álit sem fram koma í kynningu verkefnastjóra skulu því ekki túlkuð sem fagleg greining í samræmi við íslenska löggjöf. Það er á ábyrgð þess aðila sem óskaði eftir áliti verkefnastjóra að leita til viðurkenndra fagaðila til að framkvæma nauðsynlegar mælingar og greiningar sem uppfyllir kröfur laga og reglugerða.?



Nanna Vilborg Harðardóttir yfirgaf fund kl.17:41
Nefndin lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem hefur verið unnin við úttekt á íþróttamiðstöðinni.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir

4.Uppbyggingarsjóður íþrótta- og menningarmála

Málsnúmer 2503029Vakta málsnúmer

Sent til kynningar nýlegar samþykktar úthlutnarreglur fyrir uppbyggingarsjóðs íþrótta- og menningarmála.
Nefndin lýsir yfir ánægju með sjóðinn og telur að hann muni styrkja félagsstarf í Grundarfirði.

5.Umræða og skoðun á reglum um kosningu á íþróttamanni Grundarfjarðar

Málsnúmer 2601003Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til að félögin tilnefni einn aðila hverju sinni sem sjálfboðaliða ársins. Einnig að dagsetning á verðlaunahátíðinni verði endurskoðuð að hausti.

Ákveðið að gera breyitingar á reglum um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar. Í 1,2,3,4 og 6.grein reglanna kemur fram að nefndin kallist íþrótta- og æskulýðsnefnd en lagt er til að því verði breytt í íþrótta- og tómstundarnefnd. Samþykkt samhljóða.

Í 4.grein reglanna kemur fram "auk fulltrúa frá hverri deild allra íþróttafélaga í Grundarfirði...". Lagt er til eftirfarandi breyting. "Aðal- og varamenn íþrótta- og tómstundarnefndar auk eins fulltrúa frá hverri deild allra íþróttafélaga í Grundarfirði, kjósa íþróttamann Grundarfjarðar samkvæmt vinnureglum sem íþrótta- og tómstundarnefnd setur." Samþykkt samhljóða.
Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:15.