464. fundur 30. desember 2014 kl. 16:30 - 18:30 Í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) aðalmaður
  • Hinrik Konráðsson (HK) 1. varamaður
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB) 2. varamaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) 1. varamaður
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1. Ályktun bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar vegna rofs á ljósleiðaratengingu við Snæfellsnes.

Málsnúmer 1501026Vakta málsnúmer

Upp úr hádegi hinn 29. des sl. rofnaði allt ljósleiðarasamband við Snæfellsnes. Af þessum sökum urðu verulegar truflanir á símasambandi, útsendingum útvarps, sjónvarps og ekki síst var ómögulegt að ná nokkru netsambandi í tölvum. Netsamband komst ekki aftur á fyrr en langt var liðið á morgun þann 30. des. 2014.

Rof af þessum toga veldur gríðarlegum óþægindum fyrir einstaklinga og ekki síður fyrirtæki, sem eru meira og minna háð góðu netsambandi í starfsemi sinni.

Ekki verður hjá því komist við atvik eins og þetta að minna á mikilvægi þess að leitað verði leiða til þess að lágmarka möguleika á því að óhöpp af þessum toga geti átt sér stað.

Í því sambandi er mikilvægt að unnið verði að því að tenging Snæfellsness með ljósleiðara verði gerð öruggari, m.a. með tengingu frá norðanverðu nesinu yfir í Dali og þannig komið á hringtengingu ljósleiðaratengingar.

Fundi slitið - kl. 18:30.