549. fundur 26. júní 2020 kl. 14:00 - 14:07 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Forsetakosningar 2020 - kjörskrá

Málsnúmer 2005048Vakta málsnúmer

Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna forsetakosninga 27. júní 2020. Kjörskrárstofninn miðast við þau sem skráð eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag eða 6. júní 2020.

Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:07.