570. fundur 02. júlí 2021 kl. 12:20 - 13:44 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
    Aðalmaður: Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þóra Sigurðardóttir situr fundinn í fjarsambandi.
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi situr fundinn sem gestur í fjarsambandi.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Skipulags- og umhverfisnefnd - 229

Málsnúmer 2106003FVakta málsnúmer

  • Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi á Sólbakka í landi Háls.
    Breyting felur í sér færslu á byggingarreitum er varðar frístundahús og smáhýsi á lóð A, Sólbakka.
    Byggingarreit fyrir frístundahúsið er hliðrað til suðausturs og byggingarreit fyrir smáhýsi er hliðrað til suðvesturs, sbr. framlagða tillögu.
    Ástæða fyrir hliðrun byggingarreits frístundahúss er sú að hlutar hússins og fyrirhugaðrar viðbyggingar falla utan byggingarreits.
    Byggingarreit smáhýsis er hliðrað til að ná ákjósanlegri staðsetningu.

    Skipulagsskilmálar eru óbreyttir en byggingarskilmálar breytast er varðar að skilgreina íbúðarhúsi á lóð A og B sem frístundahús.

    Breyting er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við frístundahús í landi Sólbakka.
    Nefndin samþykkti byggingarleyfi með þeim fyrirvara að umrædd viðbygging væri innan byggingarreits. Þar sem viðbygging er utan byggingarreits leggja húseigendur nú fram beiðni um óverulega deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem byggingarreitur er færður til.
    Útlit viðbyggingar og stærð er í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag og breytist ekki. Staðsetning lóðarinnar og tilfærsla á byggingarreitum gefur ekki tilefni til að telja að eigendur nærliggjandi jarða eigi hagsmuna að gæta í málinu, að mati skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin samþykkir því að fallið verði frá grenndarkynningu, sbr. 2. mgr. 43. gr., og felur byggingarfulltrúa að ljúka frágangi á óverulegri deiliskipulagsbreytingu og birta í B-deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Bæjarráð vekur athygli á misræmi í texta og skýringarmynd tillögunnar að því leytinu að íbúðarhúsareitum á lóðum A og B er báðum breytt í frístundahúsareiti, skv. skýringarmynd, en texti gefur annað í skyn.

    Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fyrir umsækjanda að lagfæra þetta misræmi. Ef hinsvegar breyting í umsóknargögnum stangast á við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, þá taki nefndin málið fyrir aftur.

    Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með framangreindum fyrirvara.

  • Til kynningar:
    Afgreiðsla bæjarstjórnar á 250. fundi sínum þann 11. júní sl.

    Bæjarstjórn tók til afgreiðslu fundargerð 228. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 28. maí 2021. Á þeim fundi samþykkti nefndin tillögu um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn bókaði eftirfarandi við afgreiðslu málsins:

    "Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en óskar eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd taki til skoðunar hugmynd sem upp hefur komið um að auka við lóðir inní umræddum deiliskipulagsreit.
    Á meðan það er skoðað verði auglýsingu deiliskipulagstillögu frestað."

    Til kynningar og umræðu á fundinum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjórnar um að skoða fjölgun á lóðum á svæði vestanvert við dvalarheimilið. Nefndin leggur til að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en um miðjan september 2021 hvort að slíkar hugmyndir gangi upp. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skv. ákvörðun nefndarinnar á 227. fundi og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga var óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna breytingar á byggingarreit við Nesveg 4a grenndarkynnt með bréfi, sem sent var á nærliggjandi lóðarhafa þann 12. maí 2021. Um var að ræða eigendur fasteigna að Nesvegi 4 og 4b, Norðurgarði D og Norðurgarði C.
    Frestur til athugasemda var til 11. júní sl.

    Á kynningartíma barst ein athugasemd, frá Olíudreifingu ehf., þar sem vakin var athygli á fjarlægðarmörkum við olíutank, skv. reglugerð um eldfima vökva nr. 188/1990.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Vegna athugasemdar frá Olíudreifingu sem á olíutank á lóð á Nesvegi 4b, nú Nesvegi 6 skv. samþykktu deiliskipulagi:

    Skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri áttu samskipti við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um mánaðamótin apríl-maí sl. og þann 6. maí sl. sendi byggingarfulltrúi skriflega fyrirspurn til brunavarnarsviðs stofnunarinnar, í tengslum við vinnslu óverulegrar deiliskipulagsbreytingar fyrir Nesveg 4a. Fyrirspurnin sneri að öryggismálum á umræddri lóð vegna nálægðar við olíutank á lóð 4b (6), sbr. reglugerð um eldfima vökva nr. 188/1990. Svar barst þann 22. júní sl. þar sem fram kom að leyfileg fjarlægð frá olíutanki að nærliggjandi mannvirki skuli ákvörðuð með brunahönnun og áhættumati byggingar, miðað við byggingarreglugerð í dag. Ennfremur, að séu ótengd mannvirki innan skilgreinds áhættusvæðis skv. áhættumati, skuli fara í mótvægisaðgerðir.
    Í tengslum við deiliskipulagsvinnu á svæðinu, er vinna í gangi við áhættumat vegna nálægðar olíutanks við fyrirhugaða byggingu á lóð að Nesvegi 4a. Olíutankur sem stendur á lóðinni Nesvegi 4b inniheldur, skv. teikningu, rúmlega 500 m3 af skipaolíu í flokki III. Ef þörf reynist, verður farið í mótvægisaðgerðir vegna öryggisfjarlægðar í samræmi við niðurstöður áhættumats sem er í vinnslu hjá ÖRUGG, verkfræðistofu og liggja mun fyrir mjög fljótlega.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. tillögu sem dagsett er 6. maí 2021 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemd Olíudreifingar ehf. m.t.t. niðurstöðu framangreinds áhættumats við lóðirnar. Einnig er byggingarfulltrúa falið að auglýsa umrædda breytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Sigurður Valur skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

    Farið var yfir ferli skipulagsvinnunnar og fyrirliggjandi gögn og upplýsingar.

    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Fyrir liggur umsókn ASK arkitekta dags. 30. júní 2021 f.h. Guðmundar Runólfssonar hf. um byggingarleyfi húss fyrir nýtt netaverkstæði við Nesveg 4a, í samræmi við og í framhaldi af afgreiðslu á lið nr. 3.
    Í umsókninni kemur fram að sótt sé um fyrri hluta veitingar byggingarleyfis eða “samþykkt byggingaráforma" sbr. byggingarreglugerð. Með umsókninni fylgdu gögn í samræmi við 2. mgr. í 2.4.1. gr. byggingarreglugerðar um byggingarleyfi (vegna samþykktar byggingaráforma), þ.e. aðaluppdrættir, skráningartafla húss, greinargerð brunahönnuðar, o.fl.
    Fram kemur að séruppdrættir sem þurfi til veitingar byggingarleyfis séu langt komnir og uppdrættir sem snúi að sökklum og botnplötu séu nánast tilbúnir og verði lagðir inn mjög fljótlega. Byggingarstjórar og iðnmeistarar verksins verði sömuleiðis tilkynntir á næstunni.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Um er að ræða fyrri hluta byggingarleyfisumsóknar þar sem byggingaráform eru tilgreind sbr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Byggingarfulltrúi hefur farið yfir þau gögn sem fylgdu umsókninni og telur þau vera í samræmi við skipulag svæðis og uppfylli viðeigandi lagaákvæði.

    Á grundvelli 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar, að undangenginni yfirferð byggingarfulltrúa og að undangenginni afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar, skv. 3. lið fundarins, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd umsókn sem felur í sér að samþykkt eru byggingaráform umsækjanda. Byggingarfulltrúi, sem leyfisveitandi, tilkynnir umsækjanda skriflega um samþykkt þeirra áforma. Slík tilkynning veitir umsækjanda ekki heimild til að hefja byggingarframkvæmdir, eins og tilgreint er í 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.

    Eins og í umsókninni segir, þá verða séruppdrættir sem þarf til veitingar byggingarleyfis lagðir inn mjög fljótlega sem og skráning byggingarstjóra og iðnmeistara.
    Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, þegar fullnægjandi gögn hafa verið lögð inn, í samræmi við þau áform sem tilkynnt hefur verið um, og að uppfylltum skilyrðum, sbr. 2.4.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Sigurður Valur skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Hann hefur farið yfir þau gögn sem fram hafa verið lögð.

    Farið var yfir afgreiðslu nefndarinnar og næstu skref í byggingaráformum og leyfisveitingu, m.v. þau gögn sem fram eru komin.

    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.


  • Lögð er fram umsókn um útlitsbreytingu á húsi að Hlíðarvegi 1.
    Skipt verður um klæðningu húss og glugga á tveimur hliðum þess. Settir verða gluggar sem standast reglugerð og sett verður lituð járnklæðning í stað timburklæðningar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Lagðar fram teikningar ásamt umsókn um leyfi vegna útlitsbreytingar á húsi að Hlíðarvegi 1 eins og nánar er tilgreint hér að ofan. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt til nærliggjandi lóðarhafa þar sem breyting telst ekki óveruleg vegna útlitsbreytingar á gluggum og klæðningu húss, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Grundargötu 5, 7 og Hlíðarvegi 3.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Prjónað á plani leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna söluskúrs, sem staðsettur yrði á miðbæjarsvæði austan megin við pylsuvagninn.
    Tilgangurinn er sala á prjónavörum og handverki.

    Sótt er um tímabundið leyfi, frá júní - 15. september 2021.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram fyrirspurn um skipulagsákvæði vegna mögulegs atvinnureksturs á Grundargötu 24. Fyrirspurnin snýst um hvort þar megi starfrækja kaffihús og kaffibrennslu.

    Lagt fyrir nefnd í fjarveru skipulags- og byggingarfulltrúa.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrirspurnina og óskar eftir nánari upplýsingum um eðli og umfang á umræddri starfsemi til að geta svarað því hvort hún samræmist skilgreiningu skipulagsreglugerðar og Aðalskipulags Grundarfjarðar sem minniháttar starfsemi á íbúðasvæði.
    Nefndin felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
  • Bæjarstjórn tók erindið fyrir á 250. fundi sínum þann 10. júní sl.
    Þar var bókað:

    "Lagt fram erindi Snæfellsbæjar þar sem kynntar eru breytingar á deiliskipulagi í Ólafsvík og nýtt deiliskipulag í landi Miðhúsa - og vakin athygli á fresti til athugasemda.
    Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að gera umsögn/athugasemdir við þessi mál."

    Málið er hér lagt fram til kynningar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 229

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 12:45
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:44.