Málsnúmer 2510027Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi erindi;
- Tölvupóstur dags. 23. október 2025 frá Lilju Magnúsdóttur f.h. undirbúningshóps um kvennafrí í Grundarfirði. Í erindinu kemur fram að hópurinn hafi boðað viðburð klukkan 10 á föstudagsmorgninum, í Grundarfirði, og er í erindinu hvatt til þess að Grundarfjarðarbær greiði þeim konum/kvárum laun sem taka vilji þátt í boðaðri dagskrá í Grundarfirði.
- Erindi formanns Verkalýðsfélags Snæfellinga, dags. 23. október 2025, bréf/hvatning vegna þátttöku í kvennafrídegi 2025 og fyrirspurn í tölvupósti um launagreiðslur þennan dag.
- Tölvupóstur frá formanni Kjalar, stéttarfélags, dags. 23. október 2025, varðandi launagreiðslur í kvennaverkfalli.
Einnig lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra til forstöðumanna hjá bænum, þar sem fram kom að Grundarfjarðarbær myndi greiða laun kvenna og kvára í tilefni dagsins, frá kl. 13:00 þann dag, og var það í samræmi við afstöðu flestra annarra sveitarfélaga.