258. fundur 06. apríl 2022 kl. 18:40 - 19:00 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1.Lóðarblöð - Sæból, Grundargata og Eyrarvegur, 2022

Málsnúmer 2204006Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu lóðarblöð fyrir lóðirnar Sæból 1-11, Sæból 13, Grundargötu 40-42 og Eyrarveg 12-18.

Á vegum skipulags- og umhverfissviðs fer fram vinna við að mæla upp lóðir í Grundarfirði, einkum í tengslum við endurnýjun á lóðarleigusamningum sem eru að renna út.
Fyrsti liður í þeirri vinnu var að mæla upp lóðir á reit sem afmarkaður er af austurhlið FSN, Grundargötu, Eyrarvegi og Sæbóli. Lóðirnar voru mældar upp af nýrri loftmynd í mjög góðri upplausn og voru lóðarmörkin dregin með tilliti til núverandi gróðurs og girðinga á svæðinu.

Við uppmælinguna kom í ljós að lóðarmörk samkvæmt núverandi uppdráttum eru í raun röng og er lagt til að lagfæra þau í takt við raunveruleikann á nýjum lóðarblöðum með tilheyrandi leiðréttingu á stærðum lóða. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi er einn lóðarhafa og kemur því ekki að undirbúningi eða afgreiðslu þessa máls.Tillaga að bókun:

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrir lóðarhöfum niðurstöðu uppmælinga og nýja afmörkun lóðarmarka. Ennfremur er skipulagsfulltrúa falið að ganga frá endanlegum lóðarblöðum, eftir atvikum að fengnum sjónarmiðum lóðarhafa, til endanlegrar staðfestingar og undirritunar bæjarstjóra sem skal jafnframt undirrita og ganga frá lóðarleigusamningum í samræmi við breytingar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin var send fundarmönnum að afloknum fundi og samþykkt rafrænt.

Fundi slitið - kl. 19:00.