Málsnúmer 2204006Vakta málsnúmer
Lögð fram til afgreiðslu lóðarblöð fyrir lóðirnar Sæból 1-11, Sæból 13, Grundargötu 40-42 og Eyrarveg 12-18.
Á vegum skipulags- og umhverfissviðs fer fram vinna við að mæla upp lóðir í Grundarfirði, einkum í tengslum við endurnýjun á lóðarleigusamningum sem eru að renna út.
Fyrsti liður í þeirri vinnu var að mæla upp lóðir á reit sem afmarkaður er af austurhlið FSN, Grundargötu, Eyrarvegi og Sæbóli. Lóðirnar voru mældar upp af nýrri loftmynd í mjög góðri upplausn og voru lóðarmörkin dregin með tilliti til núverandi gróðurs og girðinga á svæðinu.
Við uppmælinguna kom í ljós að lóðarmörk samkvæmt núverandi uppdráttum eru í raun röng og er lagt til að lagfæra þau í takt við raunveruleikann á nýjum lóðarblöðum með tilheyrandi leiðréttingu á stærðum lóða. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi er einn lóðarhafa og kemur því ekki að undirbúningi eða afgreiðslu þessa máls.