281. fundur 16. febrúar 2024 kl. 16:10 - 16:33 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Fundurinn er aukafundur og haldinn að hluta til sem fjarfundur.

1.Sorpútboð 2023-2024 - niðurstöður og samningsmál

Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer

Þrjú tilboð bárust í sameiginlegu útboði sorpmála hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ, eins og farið var yfir á 280. fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar sl. Útboðsferlið var undir verkstjórn Ríkiskaupa. Tilboðin voru öll talsvert yfir kostnaðaráætlun.

Farið var yfir niðurstöður útboðsins og úrvinnslu þeirra, m.a. spurningar sem lagðar voru fyrir bjóðendur tveggja lægstu tilboðanna og svör/viðbrögð við þeim. Álitaefni voru uppi vegna mismunandi þarfa sveitarfélaganna tveggja og mismunandi niðurstöðu fyrir þau innan heildarboðanna sem hér um ræðir.

Eftir umræður um málið samþykkir bæjarstjórn að öllum þremur tilboðunum verði hafnað.

Lagt til að farið verði í hraðútboð í framhaldinu, þ.e. að aftur verði farið í útboð með styttri umsóknarfresti og lítilli breytingu á útboðsgögnum.

Bæjarstjóra veitt umboð til að útfæra gögn í samræmi við umræður og standa að hraðútboði.

Samþykkt samhljóða.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 16:33.