8. fundur 06. janúar 2020 kl. 16:00 - 16:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Sjóvörn og landfylling austan Nesvegar og á Framnesi

Málsnúmer 1912017Vakta málsnúmer

Lögð fram hönnun Vegagerðarinnar fyrir Grundarfjarðarhöfn, dags. janúar 2020; útfærsla á framkvæmd við landfyllingu á Framnesi, austan Nesvegar.
Teikningin er grunnmynd/snið í mælikvarða 1:1000 og ber heitið "Landfylling við Framnes". Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu og er hluti af þeirri landfyllingu sem þar er gert ráð fyrir.
Ennfremur lá fyrir magnskrá, sem ekki er þó bókuð sem fylgigagn í fundakerfi.

Farið yfir framkvæmdagögn og rætt um framkvæmdina.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að hefja framkvæmd við landfyllingu á Framnesi, í samræmi við framlagða teikningu. Efni úr framkvæmd við lengingu Norðurgarðs verði nýtt í fyllinguna og gert er ráð fyrir umtalsverðri samlegð með þeirri framkvæmd sem þar stendur nú yfir.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að vinna að nauðsynlegum undirbúningi og framkvæmd verksins, afla nauðsynlegra leyfa og leggja inn tilkynningu til skipulagsyfirvalda, auk þess að leggja fram drög að kostnaðaráætlun.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.