13. fundur 08. desember 2020 kl. 12:00 - 12:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund.

Fundurinn er fjarfundur, haldinn með heimild í samþykkt bæjarstjórnar um fjarfundi.

1.Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar frá 1.1.2021

Málsnúmer 2012022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2021.
Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Sorpgjald hækki í samræmi við aukinn kostnað við málaflokkinn. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundargerð send rafrænt í lok fundar og staðfest af fundarfólki.

Fundi slitið - kl. 12:15.