Málsnúmer 2509007Vakta málsnúmer
Sigurður Valur, Halldór og Halldóra sitja fundinn í fjarfundi.
Hafnarstjóri opnaði fundinn.
Fram kom að boðað sé til þessa aukafundar um skipulagsmál á Norðurgarði, þar sem borist hefði fyrirspurn frá fasteignasala um skipulagsskilmála á lóð D á Norðurgarði.
Fram kom að Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar og bæjarstjóri hafi lýst sig vanhæfa til þessa máls og voru ekki gerðar athugasemdir við það.
Gestir
- Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 16:30
- Bjarni Sigurbjörnsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar - mæting: 16:30
- Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar - mæting: 16:30
- Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 16:30
Eftirtöldum er að auki boðið að sitja fundinn og taka þátt í umræðum, þar sem fundargerð hafnarstjórnar mun koma til kynningar bæði í skipulags- og umhverfisnefnd og í bæjarstjórn.
Bjarni Sigurbjörnsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar
Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar