79. fundur 27. janúar 2015 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorbjörg Guðmundsdóttir (ÞG) formaður
  • Kári Pétur Ólafsson (KPO) aðalmaður
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) aðalmaður
  • Alda Hlín Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Alda Hlín Karlsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá

1.Hreystivika 2015

Málsnúmer 1501043Vakta málsnúmer

Dagskrá hreystiviku rædd og nefndin leggur til að Hreystivika fari fram dagana 16. - 22. febrúar.

2.Jökulmílan 2015

Málsnúmer 1501050Vakta málsnúmer

Jökulmílan verður haldin laugardaginn 20. júní 2015. Aðstandendur keppninnar eru ánægðir með framkvæmdina á síðasta ári og vildu koma á framfæri þakklæti við Grundarfjarðarbæ og þá sem störfuðu með þeim að keppninni síðasta sumar.

3.Stefnumótun um forvarnarmál FSS

Málsnúmer 1501051Vakta málsnúmer

Erindi Sveins Þórs Elinbergssonar lagt fyrir nefndina.

4.Auglýst eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér umdirbúning og framkvæmd 28. landsmóts UMFÍ árið 2017

Málsnúmer 1412009Vakta málsnúmer

Efni lagt fram til kynningar.

5.Komdu þínu á framfæri. Lokaskýrsla vegna fundar Æskulýðsvettvangsins.

Málsnúmer 1501062Vakta málsnúmer

Kynning á lokaskýrslu vegna fundarins; Komdu þínu á framfæri, sem fram fór í húsnæði FSN þann 17. nóvember 2014.
Efni lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.