80. fundur 31. mars 2015 kl. 14:00 - 15:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorbjörg Guðmundsdóttir (ÞG) formaður
  • Kári Pétur Ólafsson (KPO) aðalmaður
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Alda Hlín Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Alda Hlín Karlsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 1503044Vakta málsnúmer

Farið yfir dagskrá nýliðinnar ráðstefnu UMFÍ; Ungt fólk og lýðræði sem haldin var í Stykkishólmi dagana 25.-27. mars. Fulltrúar ungmennaráðs Grundarfjarðarbæjar voru Emil Smith og Gréta Sigurðardóttir.

2.Skýrsla vegna sumarnámskeiða 2014

Málsnúmer 1503045Vakta málsnúmer

Rýnt í skýrslu sumarnámskeiða síðasta sumars. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með það starf sem unnið er á námskeiðunum.

3.Jökulmílan 2015

Málsnúmer 1503046Vakta málsnúmer

Jökulmílan fer fram laugardaginn 20. júní. Menningar- og markaðsfulltrúi kynnti breytingar á keppninni og fór yfir fyrirkomulag og framkvæmd.

4.Vinnuskóli 2015

Málsnúmer 1503049Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi fór yfir fyrirkomulag vinnuskóla komandi sumars.
Önnur mál

Málefni UMFG
Starfsemi sumarsins rædd, nefndin leggur áherslu á samstarf við umsjónarmann sumarnámskeiða hvað varðar gerð stundatöflu sumarsins.

Starf ungmennaráðs
Farið yfir málefnalista ráðsins.


Leiðangur Mörtu Magnúsdóttur á Norðurpólinn
Nefndin leggur til að Grundarfjarðarbær st

Fundi slitið - kl. 15:30.