10. fundur 18. maí 2017 kl. 14:00 - 18:46 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Ágústa Ósk Guðnadóttir (ÁÓG)
  • Sigríður Hjálmarsdóttir (SH)
  • Hinrik Konráðsson (HK) 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Varaformaður setur fundinn og gengið er til dagskrár.

1.Þema fyrir Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017

Málsnúmer 1705005Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmsar hugmyndir að þema fyrir Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar fyrir árið 2017. Samþykkt að þemað þetta árið verði "veður".

2.Viðburðir í Grundarfirði árið 2017

Málsnúmer 1705007Vakta málsnúmer

Farið yfir þá viðburði sem framundan eru á árinu.

3.Uppsetning fræðsluskilta í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1705006Vakta málsnúmer

Áhugi er fyrir að setja upp fræðsluskilti víðs vegar um bæinn þar sem fram koma ýmsar sögur og staðreyndir um ákveðna staði í bænum.
Menningar- og markaðsfulltrúa falið að safna saman sögum og myndum til undirbúnings. Sem og að kanna verð á skiltum og uppsetningu þeirra.

4.Ferð til Paimpol sumarið 2017

Málsnúmer 1705010Vakta málsnúmer

Kynning á fyrirhugaðri ferð Grundfirðinga til vinabæjarins Paimpol í Frakklandi á hátíð hafsins. Grundapol stendur að hátíðinni í samstarfi við Paimpol og er Grundfirðingum sérstaklega boðið til þessarar hátíðar vegna tengingarinnar við franska sjómenn fyrri tíma.
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með að það skuli vera komin aukin virkni í Grundapol í Grundarfirði á ný.

5.Almenningssalerni í Grundarfirði

Málsnúmer 1705009Vakta málsnúmer

Rædd var þörfin fyrir almenningssalerni í bænum og ýmsar hugmyndir að lausnum viðraðar. Brýnt er að gengið sé í þessi mál af festu og hvetur menningarnefnd bæjarstjórn til að finna lausnir á þeim sem allra fyrst.

6.Fjármál fyrrum Eyrbyggju

Málsnúmer 1705011Vakta málsnúmer

Lagðir fram reikningar síðasta árs og ræddir.

7.Myndavefurinn Bæringsstofa

Málsnúmer 1705012Vakta málsnúmer

Samþykkt að fá aðila í tímabundið verkefni við að færa inn merkingar á myndir á myndavefnum www.baeringsstofa.is.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:46.