45. fundur 04. september 2024 kl. 10:00 - 15:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Lára Lind Jakobsdóttir (LLJ) forstöðumaður bókasafns- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Lára Lind Jakobsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála
Dagskrá
Vinnufundur menningarnefndar, þar sem farið var í heimsókn í Vínlandssetrið í Búðardal.

1.Heimsókn menningarnefndar og menningarfulltrúa í Vínlandssetrið í Búðardal

Málsnúmer 2409011Vakta málsnúmer

Heimsókn menningarnefndar og menningarfulltrúa í Vínlandssetrið í Búðardal 4. sept 2024.
Heimsóknin var afar áhugaverð og spunnust góðar samræður hjá nefndinni um möguleika á útfærslu í Grundarfirði.

Nefndin er sammála um að skynsamlegast væri að framkvæma það í nokkrum fösum þar sem fyrsti fasi yrði tilbúinn vorið 2025 og því hægt að bjóða ferðamönnum í heimsókn strax sumarið 2025.

Hugmyndir ræddar um að notast við þó nokkra skjái og spila þar myndbönd Bærings Cecilssonar um mannlífið á tímum þess sem þorp voru að byggjast. Einnig rætt hvernig megi bjóða gestum að kynna sér bátinn Brönu og frönsku fallbyssuna.
Fundargerð samþykkt rafrænt eftir á.

Fundi slitið - kl. 15:00.