6. fundur 16. október 2017 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Móses Geirmundsson formaður
  • Jensína Guðmundsdóttir varamaður
  • Tryggvi Gunnarsson varamaður
  • Þórunn Kristinsdóttir varamaður
  • Hildur Sæmundsdóttir
  • Steinunn Hansdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setur fund og gengið er til dagskrár.

1.Ráðning starfsmanns

Málsnúmer 1710027Vakta málsnúmer

Öldungaráð fer fram á að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2018 að ráðinn verði starfsmaður til að halda utan um starf eldri borgara í Grundarfirði.

2.Þrif á húsnæði að Borgarbraut 2

Málsnúmer 1710028Vakta málsnúmer

Fenginn hefur verið starfsmaður til að þrífa húsnæðið að Borgarbraut 2 einu sinni í viku í vetur.

3.Jóga og leikfimitímar

Málsnúmer 1710029Vakta málsnúmer

Öldungaráð leggur til að ráðinn verði starfsmaður til að sjá um líkamsrækt fyrir eldri borgara og öryrkja einu sinni til tvisvar í viku.

4.Framtíðarhúsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara

Málsnúmer 1710030Vakta málsnúmer

Möguleikar á framtíðarhúsnæði fyrir eldri borgara ræddir. Áhugi er fyrir að athuga hvort hægt sé að fá gamla kaupfélagshúsið við Nesveg 1 fyrir eldri borgara sem framtíðarhúsnæði.

5.Skoðanakönnun

Málsnúmer 1710031Vakta málsnúmer

Lagt er til að undirbúin verði viðhorfskönnun um framtíðarsýn eldri borgara í sveitarfélaginu. Menningar- og markaðsfulltrúa falin nánari útfærsla á könnuninni.

6.Minigolf og pútt

Málsnúmer 1710032Vakta málsnúmer

Settar fram og ræddar hugmyndir að staðsetningu fyrir púttvöll og mínígolf í bænum.

Samþykkt að senda beiðni til skipulags- og byggingarnefndar um að fundin verði og lögð til hentug staðsetning fyrir púttvöll og mínígolf. Lagt er til að fundinn verði staður nærri dvalarheimili aldraðra.

7.Umboðsmaður aldraðra

Málsnúmer 1710033Vakta málsnúmer

Öldungaráð kallar eftir því að Alþingi skipi umboðsmann aldraðra líkt og fyrirhugað hefur verið í allnokkurn tíma.

Öldungaráð hyggst rita bréf til Alþingis máli sínu til áréttingar.

8.Önnur mál

Málsnúmer 1710034Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á sjúkraþjálfunarmálum í bænum.

Bent er á frétt um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa, yfir 65 ára, í Reykjanesbæ þar sem dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur er í forsvari. Áhugi er fyrir að kanna hvort mögulegt sé að fá slíkt verkefni hingað í Grundarfjörð.
Fleira ekki gert og fundi slitið

Fundi slitið - kl. 12:00.