Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer
Lögð var fram og kynnt tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar. Einnig var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir ábendingar og umsagnir sem bárust um aðalskipulagstillögu á vinnslustigi sem kynnt var vorið 2018 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í minnisblaðinu og er það fylgiskjal með þessari fundargerð.
Gestir fundarins:
Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsráðgjafi Alta
Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar
Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs
Sævör Þorvarðardóttir, bæjarfulltrúi
Heiður Björk Fossberg Óladóttir, bæjarfulltrúi
Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir, varaformaður menningarnefndar
Bjarni Georg Einarsson, formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar
Þórunn Kristinsdóttir, fulltrúi öldungaráðs