165. fundur 03. febrúar 2016 kl. 17:00 - 18:33 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Gunnar S. Ragnarsson (GSR) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.GF2-Strengur

Málsnúmer 1602007Vakta málsnúmer

Verkfræðistofan Efla hf hefur lagt inn drög fyrir hönd Landsnets að lagningu 66kV jarðstrengs, Grundarfjarðarlínu 2, frá nýja tengivirkinu að Ártúni 21 að tengivirki í Ólafsvík, alls um 26 km leið.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

2.Endurauglýsing á deliskipulagi Framness

Málsnúmer 1602006Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi 5. nóvember 2015 að endurauglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiluskipulagið fór í auglýsingu 9. desember 2015.
Frestur til að koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri til skipulags- og byggingarfulltrúa var til 21. janúar 2016.
Ein athugasemd barst með tölvupóst.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að deiluskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun samkv. 1.mgr 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að bæta inná deiliskipulagið kvöð um umferð og lagnir eins og fram kemur í lóðarleigusamningi lóðar 4a og að svara framkominni athugasemd.

Fundi slitið - kl. 18:33.