168. fundur 02. júní 2016 kl. 17:00 - 17:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Gunnar S. Ragnarsson (GSR) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um Byggingarleyfi

Málsnúmer 1606005Vakta málsnúmer

Garðar Guðnason kt. 240565-4399 sækir um fyrir hönd Grundarfjarðabæjar byggingarleyfi samkvæmt uppdráttum dags 02.06.216 að stækkun anddyris við leikskólan að Sólvöllum 1.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1605038Vakta málsnúmer

Indru Candi sækir um fyrir hönd 65°Ubuntu ehf stöðuleyfi fyrir óupphituðum geymslugám að Borgarbraut 9.
Skipulags-og umhverfisnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að veita ekki stöðuleyfi á gámum í íbúðabyggð Grundarfjarðarbæjar.

3.Umsókn um stöðuleyfi fyrir að byrja á byggingu á sökklum samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 23.04.2016 undir æfingarhúsnæði.

Málsnúmer 1605039Vakta málsnúmer

Jón Pétur Pétursson sækir um fyrir hönd Skotfélags Snæfellsnes stöðuleyfi til byggingar á sökklum undir æfingarhúsnæði í Hrafnkelsstaðalandi.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.