8. fundur 02. maí 2023 kl. 16:15 - 17:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Áslaug Stella Steinarsdóttir formaður
  • Sólveig Stefanía Bjarnadóttir
  • Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir
  • Telma Fanný Svavarsdóttir
  • Aþena Þöll Þorkelsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Ólafur bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Gengið var til dagskrár.

1.17. júní 2023

Málsnúmer 2305001Vakta málsnúmer

Ríkey Konráðsdóttir kom inn á fundinn, en hún hefur umsjón með undirbúningi 17. júní dagskrár í ár.
Ríkey kynnti drög að dagskrá fyrir 17. júní. Nefndarmönnum leist vel á drögin og komu með hugmynd að unglingaballi til viðbótar við dagskrána til að höfða til ungmenna á Snæfellsnesi.

Ólafi, íþrótta- og tómstundafulltrúa, falið að kanna hvort samkomuhúsið sé laust og ef svo hvort nærliggjandi sveitarfélög hefðu áhuga á að koma að slíku balli.

Ríkey vék af fundi kl. 17:00 og var henni þakkað fyrir góða kynningu og komuna á fundinn.

Gestir

  • Ríkey Konráðsdóttir - mæting: 16:15

2.Ungmennakvöld

Málsnúmer 2303015Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi skipulagningu á ungmennakvöldi sem nefndin stefnir á að halda í lok maímánaðar í Sögumiðstöðinni. Ákveðið var að halda Ungmennakvöld miðvikudaginn 24. maí . Góðar umræður fóru fram um undirbúning og skipulag.

3.Ungmennaráð Vesturlands

Málsnúmer 2305021Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa nefndarinnar í Ungmennaráð Vesturlands.
Nefndin tilnefndi Telmu Fanney Svavarsdóttur.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert.

Fundi slitið - kl. 17:20.