Á vefnum www.covid.is er að finna upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 veirufaraldurinn. Sá vefur er á vegum embættis landlæknis og almannavarna. Sérfræðingar frá embætti landlæknis uppfæra reglulega "Spurt og svarað" liðinn á síðunni og er bent sérstaklega á þá undirsíðu ef spurningar vakna. 

Useful Information in English

General Information:
covid.is
Directorate of Health

Quarantine:
Instructions for persons under home-based quarantine
How does quarantine work

Children
Children and the ban on gatherings
General information for children and teens

Risk Groups
General information groups at risks
Guidelines for persons at risk of severe infection from the new coronavirus (COVID-19)

Tourists
Travel restrictions to Iceland

 

Przydatne informacje w języku polskim

Główne informacje
covid.is

Kwarantanna
Instrukcje dla osób poddanych izolacji domowej

Dzieci
DZIECI I MŁODZIEŻ
Jak chronić dzieci

Grupy zwiększonego ryzyka
Zalecenia dla osób należących do grupy ryzyka ciężkiego przebiegu zakażenia nowym koronawirusem (COVID-19)


Jak chronić siebie i innych

 

Mikilvægar tilkynningar og upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins:

Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar þann 6. mars 2020. Stjórnendur Grundarfjarðarbæjar leggja sig fram við að fylgjast vel með þróun mála. Viðbrögð við stöðunni eru ítrekað endurmetin, sem og ráðstafanir bæjarins, út frá tilkynningum og leiðbeiningum almannavarna og landlæknis.

Aðgerðir almannavarna og landlæknis snúast fyrst og fremst um að hægja á dreifingu veirunnar og verja þau fyrir veirunni sem eru viðkvæmust fyrir, t.d. eldra fólk og fólk með sjúkdóma.

Meginreglan hjá Grundarfjarðarbæ er að fylgja eftir öllum tilmælum yfirvalda, eins og almannavarna og landlæknisembættis. Af frekari varúðarráðstöfunum og með tilliti til aðstæðna í okkar byggðarlagi er gengið lengra þegar ástæða er talin til. Forsendur kunna að breytast hratt.

Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar sem varða Grundarfjarðarbæ, íbúa, aðstandendur þeirra og gesti sveitarfélagsins.
Stofnanir og starfsemi er talin upp í stafrófsröð.

Athugið að efni á þessari síðu er uppfært reglulega.

Síðast uppfært 4. maí 2020

Áhaldahús, umsjón fasteigna, slökkvilið – Borgarbraut 16 og Nesvegur 19

Þjónusta óbreytt, en gerðar varúðarráðstafanir varðandi samgang starfsfólks.
Æfingar slökkviliðs liggja niðri, en viðbúnaður er annars óbreyttur.
Starfsstöðvar eru lokaðar fyrir heimsóknum.

Bókasafn Grundarfjarðar og upplýsingamiðstöð í Sögumiðstöðinni

Bókasafnið opnaði aftur 4. maí 2020 og hefur sinn gamla opnunartíma, frá kl. 13:00-17:00 mánudaga til fimmtudaga.

  • Allir spritta sig eða nota hanska.
  • Munum að hafa 2 metra í næsta mann. Það gildir að sjálfsögðu um starfsfólkið líka.
  • Tímarit eru til útláns eingöngu og ekki leyfilegt að skoða þau á safninu.
  • Barnahornið verður lokað fyrst um sinn.

Frestur til að skila bókum sem eru í útláni er til 14. maí nk. 

Á bæjarvefnum og Facebook-síðu bókasafns er að finna ýmiss konar fróðleik og afþreyingu.

Þar er einnig hægt að fylgjast með breytingum https://www.facebook.com/Bokasafngrundarfjardar 

Eldri íbúar

Meginforsenda í viðbrögðum sveitarfélagsins er að vernda hópinn sem er í mestri áhættu fyrir smiti vegna Covid-19, skv. leiðbeiningum landlæknis. Það er m.a. gert með því að draga úr samgangi fólks og huga vel að því á hvernig stöðum/svæðum fólk kemur saman.  Á móti reynum við að finna aðrar leiðir til að eiga samskipti og bjóða afþreyingu.

Heilsuefling 60+ 
• Heilsueflingartímarnir eru í ótímabundnu hléi. 
• Inná Facebook-síðu Heilsueflingarinnar hefur Rut Rúnars m.a. sett skemmtileg myndbönd sem hægt er að nýta til að hreyfa sig sjálf(ur) heima í stofu. Gaui og Kristín Halla hafa sömuleiðis sett áhugavert efni þar inn.  
• Hvatt er til gönguferða og annarrar útivistar.

Boccia-tímar í íþróttahúsi 
• Boccia-tímar eru í ótímabundnu hléi.

Handavinna eldri borgara 
• Handavinnuhópur Félags eldri borgara er í ótímabundnu hléi.

Kór eldri borgara 
• Kórinn er í ótímabundnu hléi. Syngjum hástöfum heima fyrir!

Karlakaffi og Vinahús Rauða krossins
• Karlakaffi og Vinahúsið eru komin í ótímabundið hlé.

Upplestur
• Leshópurinn Köttur úti í mýri og Grundarfjarðarkirkja standa fyrir upplestri og streymi á netinu yfir á Dvalarheimilið Fellaskjól. Upplestrar eru aðgengilegir á Youtube-rás Grundarfjarðarkirkju. Hlekkur á upplestur er ennfremur birtur á Facebook-síðu umræðu- og hugmyndahóps Grundarfjarðar.

Ertu með hugmyndir eða spurningar?

Það má hafa samband við hana Þurí á bæjarskrifstofu í síma 430 8500, 
Runólf formann Félags eldri borgara, sími 892 0735
eða senda skilaboð gegnum Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar eða gegnum netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is

Grundarfjarðarhöfn – hafnarvog

Óbreytt þjónusta, en hafnarhús er lokað fyrir heimsóknum óviðkomandi.
Viðskiptavinum er þó aftur heimilt að koma í hafnarhús á opnunartíma hafnar, en geta einnig nýtt síma hafnarinnar, 438 6705, eða tölvupóst; hofn@grundarfjordur.is

Félagsmiðstöðin Eden

Frá 4. maí verður starfsemi aftur í félagsmiðstöðinni. Starfið stendur í um það bil 2 vikur í maí.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS)

Líkt og aðrar stofnanir fylgir FSS leiðbeiningum og ákvörðunum stjórnvalda og stofnana frá degi til dags.
Eftirfarandi eru ráðstafanir skv. tilkynningu frá FSS:

Helstu þjónustuþættir FSS eru virkir, þ.e. félagsþjónusta, barnavernd sem og grunnþjónusta sveitarfélaganna sem er undir verkstjórn og ábyrgð FSS, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, liðveisla og akstursþjónusta.  Í samkomu- og gestabanni skólastofnana takmarkast skólaþjónusta tímabundið við ytri ráðgjöf sérfræðiþjónustu grunn- og leikskólanna, s.s. um síma, myndsíma og tölvupóst.

Erfitt getur reynst að manna  frekari forföll starfsmanna heimaþjónustu sveitarfélaganna. Gagn væri því að skráningu fleri „bakvarða“  velferðarþjónustu, sem leita mætti til.

Dagþjónustur í Ásbyrgi, Stykkishólmi, og Smiðjunni, Ólafsvík, eru einungis opnar skjólstæðingum og starfsfólki. Aðgangur gesta þangað er óheimill til að varna útbreiðslu smits, þangað til annað verður ákveðið.

Fundum sem ekki eru brýnir er frestað eða fjar- og myndsímafundi r nýttir, eða tölvupóstur.

Því miður liggur heimasíðan niðri vegna lagfæringa og endurgerðar sem stendur. Þjónustusímar eru:

  • Aðalnúmer       430 7800
  • Smiðjan             433 8866
  • Ásbyrgi              430 7809
  • Barnavernd      112  (eftir kl. 16 virka daga, kvöld, helgar og hátíðardaga)

Grunnskóli & Eldhamrar

Frá 4. maí færist skólahald að mestu aftur til fyrra horfs.
Nemendur fara þó ekki í heimsóknir út fyrir skóla. Gildir ekki um útiveru.
Komur forráðamanna sem fylgja ungum börnum í og úr skóla miðast áfram við að foreldrar fari ekki inní skólastofnanir.
Sérfræðingar sem sinna nemendum og kennurum fá nú aftur að koma í skólann.
Foreldrafundum er sinnt í síma eða fjarfundi.
Heimsóknir utanaðkomandi aðila eru verulega takmarkaðar.  

Heilsdagsskóli

Hóf aftur starfsemi þann 4. maí.

Íþróttahús og heitir pottar

Íþróttahús er nýtt fyrir skóla- og íþróttastarf barna og unglinga á leik- og grunnskólaaldri.
Ekki er opið fyrir æfingar 16 ára og eldri.
Skólasund hófst 4. maí 2020.
Heitir pottar eru lokaðir.  

Leikskóli

Frá 4. maí færist skólahald til fyrra horfs.
Nemendur fara þó ekki í heimsóknir út fyrir skóla. Gildir ekki um útiveru.
Áfram er gengið inn gegnum garðinn og syðri inngangur nýttur. 
Til reynslu er fyrirkomulag þar sem foreldrar fá að fara inn í fatahengi/anddyri með börnum sínum við upphaf og lok skóladags.
Foreldraviðtöl mega fara fram með hefðbundnum hætti, en gætt að 2 metrunum. Einnig er boðið uppá slík samtöl í gegnum fjarfund ef foreldrar kjósa það.
Engar heimsóknir utanaðkomandi aðila eru leyfðar.  Sérfræðingar sem starfa með nemendum og kennurum fá nú að koma inn.

Ráðhús Grundarfjarðar

Ráðhúsið er opið 10-14, eins og verið hefur, en viðskiptavinir hvattir til að koma einungis með brýn erindi. 
Bent er á símann 430 8500 og netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is

Samkomuhús og salerni  í anddyri þess

Samkomuhúsið er nú aftur leigt út.
Almenningssalerni er nú opið í anddyri samkomuhúss. Þau voru opnuð ferðafólki 12. mars og er fyrirkomulag svipað og síðasta sumar. Sjá nánar hér.

Tjaldsvæðið

Opið eins og verið hefur í vetur, en gerð var tilraun með vetraropnun tjaldsvæðis í vetur, í fyrsta sinn.
Leiðbeiningar hafa verið bættar og þrif aukin eftir þörfum.
Maí 2020: Unnið er að endurbótum á vatnsaðstöðu ferðavagna og fyrirhugaðar eru endurbætur rafmagns á tjaldsvæðinu.

Tónlistarskóli

Frá 4. maí er aftur öll kennsla í boði, eins og var. 
Vortónleikar verða ekki haldnir.

Þjónusta fyrirtækja í Grundarfirði

Hér eru nýjar upplýsingar um opnunartíma og þjónustu fyrirtækja í Grundarfirði.

Fulltrúum fyrirtækja er bent á að láta okkur vita í netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is ef breytingar verða á opnunartíma eða þjónustu hjá þeim.