Tjaldsvæði Grundarfjarðar, júlí 2019.
Tjaldsvæði Grundarfjarðar, júlí 2019.

Þann 7. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn tilteknar aðgerðir til stuðnings atvinnulífi vegna áhrifa Covid-19.

Meðal annars var samþykkt að bjóða fulltrúum fyrirtækja til samtals um stöðu mála, horfur og frekari aðgerðir vegna ástandsins af völdum Covid-19.

Miðvikudaginn 22. apríl nk. kl. 16:15 er fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu boðið að taka þátt í samtali við bæjarstjórn á fjarfundi.

Fundurinn er hugsaður til upplýsingaöflunar fyrir bæjarstjórn, en einnig til undirbúnings vegna aðgerða og ráðstafana bæjarstjórnar. 

Fulltrúar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem vilja taka þátt í fundinum eru beðnir um að setja sig í samband við bæjarskrifstofuna í netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða í síma 430 8500 og láta vita af sér. Fundurinn verður fjarfundur og fá fundarmenn senda vefslóð til að tengjast inn á fundinn.

Á næstunni verður haft samband við fulltrúa fleiri fyrirtækja vegna svipaðra samtala.