Sögumiðstöðin.

Jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnapppdæla árið 2018 bar heitið „24 dagar til jóla - jólamatur“ og stóð uppi í Norska húsinu fyrir jólin 2018 og seinna á Breiðabliki.
Gerð voru 24 spjöld um jólamat, sem var vinsæll á Íslandi fyrr og nú. Einnig kökur, nammi og drykkir. 

Sýningin er í sal Sögumiðstöðvar og er aðgengileg öllum þegar húsið er opið nema kl. 13:30-16:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga þegar hópar eru með afnot af húsinu.
Reynt verður að hafa framhald á svona örsýningum.

Verið öll velkomin.