Litahlaupið 2023 tókst svo vel að nú verður leikurinn endurtekinn mánaðamótin maí/júní! Fylgist með öllum fréttum á þessum viðburði! Vertu með! Leitum að litabombustjórum! Hægt er að taka þátt í viðburðinum með því að vera á litastöð, hlaupa með krökkunum eða vera einhversstaðar við hlaupabrautina með stemningu og pepp! Hlaupinn verður hringur um Grundarfjörð í hádeginu.