Er skápurinn fullur af fötum sem eru ekki í notkun lengur?
Samkomuhúsið breytist í fatamarkað um helgina. Þú kemur með föt sem eru ekki lengur í notkun og getur tekið föt sem aðrir hafa komið með í staðinn og gefið þeim framhaldslíf. Öllum er frjálst að koma með föt en það er ekki skylda að koma með til þess að geta tekið. Skilyrði er að fötin séu hrein og heil, förum ekki með neitt sem við gætum ekki hugsað okkar taka sjálf. Að loknum fatamarkaði mun Grundarfjarðarbær sjá til þess að koma fötunum í Rauða Krossinn.