Rökkurdagar 2025 verða haldnir hátíðlegir dagana 18. október til 5. nóvember. Hátíðin fór fyrst af stað árið 2001 og hefur síðan verið fastur liður á haustin í Grundarfirði. 

Menningarnefnd Grundarfjarðar hefur sett saman fjölbreytta dagskrá með hinum ýmsu viðburðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Í október og nóvember fer Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó BEST MEST VEST fram og kemur dagskrá hennar að hluta inn í Rökkurdaga. Viðburðir á vegum Barnó eru sérstaklega merktir í dagskránni. 

 

Komum saman og eigum notalega stund í rökkrinu. 

 

Dagskrá Rökkurdaga 2025 - Íslenska

Dagskrá Rökkurdaga 2025 - Enska