Rökkurlögin – Rafræn söngstund

Föstudaginn 30. október kl. 20 munum við birta Rökkurlögin á youtube rás Grundarfjarðarbæjar. 

Menningarnefnd leitaði til bæjarbúa til þáttöku í þessu verkefni og gekk það vonum framar. Við búum svo vel að eiga einstaklega hæfileikaríka og þáttökugjarna aðila sem hjálpuðu okkur að láta þetta verkefni verða að veruleika. Við færum þeim einstakar þakkir fyrir þeirra framlag til Rökkurlaga á Rökkurdögum.

Við leituðum eftir því að tengdir aðilar syngi saman – mæðgur, systur, tengdir aðilar og einstaklingar og úr varð þessi skemmtilega stund.

Óháð því hvort þú getur sungið eða ekki, þá hvetjum við ykkur eindregið til þess að syngja með, ykkur og öðrum til gleði.

Njótum samverunnar með fjölskyldunni, borðum góðan mat, poppum og kennum ungviðinu alkunn íslensk lög.

Er ekki einnig tilvalið að kveikja á seríunum, dimma ljósin og með kærleik – hlusta á rökkurlögin á Rökkurdögum.

Menningarnefnd