Málsnúmer 1410021

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 81. fundur - 04.11.2015

Íþróttamaður Grundarfjarðar hefur undanfarin ár verið kjörinn fyrsta sunnudag í aðventu. Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur yfirumsjón með valinu.
Ákveðið að kosning á íþróttamanni Grundarfjarðar fari fram í Sögumiðstöð þriðjudaginn 17. nóvember kl 18:00. Tilkynnt verður um kjörið og verðlaun afhent á aðventudegi kvenfélagsins 29. nóvember.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 83. fundur - 17.03.2017

Íþróttamaður ársins var heiðraður fyrsta sunnudag í aðventu. Kosið var á milli fimm tilnefndra íþróttamanna og fór það svo að knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson var kjörinn Íþróttamaður Grundarfjarðar 2016.
Samþykkt að gera breytingu á kjörblaði fyrir íþróttamann ársins þannig að skýrara sé eftir hverju er valið. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að vinna úr hugmyndum nefndarinnar og kynna á næsta fundi hennar.