Málsnúmer 1411009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 149. fundur - 05.11.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram uppfært lóðarblað í hnitum.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir ábendingum eða athugasemdum frá eigendum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 150. fundur - 10.12.2014

Erindi frestað á fundi 149. og óskað eftir ábendingum/athugasemdum frá eigendum. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rann út 5.des.2014. Ein athugasemd barst er varðar lóðina Sólvelli 17.
Skipulags- og umverfisnefnd frestar erindi og óskar eftir að gerð verði breyting á lóðarblaði samkvæmt ábendingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 151. fundur - 07.01.2015

Erindi frestað á fundi 149 og 150. Breytt lóðarblað vegna Sólvalla 17 lagt fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppfært lóðarblað og leggur til að nýir lóðaleigusamningar verði gerðir við Sólvelli 13, 15 og 17.