151. fundur 07. janúar 2015 kl. 12:00 - 13:00 Í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Sigurbjartur Loftsson (SL) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Lóðarblað - Sólvellir 13, 15, 17 og 17a

Málsnúmer 1411009Vakta málsnúmer

Erindi frestað á fundi 149 og 150. Breytt lóðarblað vegna Sólvalla 17 lagt fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppfært lóðarblað og leggur til að nýir lóðaleigusamningar verði gerðir við Sólvelli 13, 15 og 17.

2.Landsnet - Kerfisáætlun 2015-2024 - Matsáætlun

Málsnúmer 1501001Vakta málsnúmer

Matslýsing kerfisáætlunar er lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd sér ekki ástæðu að senda inn ábendingar eða athugasemdir að svo stöddu.

3.Landsskipulag

Málsnúmer 1408003Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landskipulagsstefnu 2015-2026.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar svo hægt sé að kynna sér erindið betur. Frestur til að skila skriflegum athugasemdum er 13. feb.2015.

4.Vatnstankur - Lóð

Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer

Belinda Engilbertsdóttir, kt.240283-3529 sækir um lóð fyrir hönd OR, kt.551298-3029 í kringum núverandi vatnstank fyrir ofan Grundarfjarðarbæ samkvæmt uppdrætti dags.06.01.2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi geri lóðarleigusamning um lóðina.

Fundi slitið - kl. 13:00.