149. fundur 05. nóvember 2014 kl. 12:00 - 13:00 Í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ) 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að bæta tveimur málum á áður senda dagskrá. Samþykkt samhljóða.

1.Sólvellir 15 - byggingarleyfi

Málsnúmer 1406022Vakta málsnúmer

Sótt er um óverulega breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Uppdrættir frá TSÓ tækniþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Berg - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1411002Vakta málsnúmer

Marvin Ívarsson sækir um fyrir hönd eiganda/ábúanda á jörðinni Berg um að endurbyggja og stækka fjárhús og safnþró undir þeim, hvoru tveggja frá 1963 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Deiliskipulag vestan Kvernár

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi vegna framtíðar tengivirkis (hús) við Grundarfjörð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt.

4.Aðalskipulag

Málsnúmer 1411008Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að boðað verði til fundar með skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn (aðal- og varamenn) til að ræða Aðalskipulag og framtíð þess.

5.Lóðarblað - Sólvellir 13, 15, 17 og 17a

Málsnúmer 1411009Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram uppfært lóðarblað í hnitum.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir ábendingum eða athugasemdum frá eigendum.

Fundi slitið - kl. 13:00.