Málsnúmer 1501057

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 181. fundur - 15.01.2015

Nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar, þær María Margrét Káradóttir og Tanja Lilja Jónsdóttir, báðar í 7. bekk, tóku þátt í verkefninu: Sköpunargleði-Heimabyggðin mín.
Skv. niðurstöðum dómnefndar eru veitt þrenn verðlaun í keppninni og hljóta fyrrnefndir nemendur tvenn þeirra. Verðlaunaafhendingin fer fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 17. janúar nk.
Stúlkunum og skólanum er óskað til hamingju með frábæran árangur. Fulltrúar sveitarfélagsins munu mæta á verðlaunaafhendinguna.