126. fundur 21. maí 2015 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Una Ýr Jörundsdóttir (UYJ) formaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Niðurstaða starfshópsins um fimm ára deild leikskólabarna.

1505023

1.1.
Niðurstaða og greinargerð hópsins.
Lögð fram niðurstaða og greinargerð starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ. Starfshópurinn var skipaður með skipunarbréfi þann 27. febr. sl. á grundvelli samþykktar 466. fundar bæjarráðs Grundarfjarðar. Tilgangur hópsins var að kanna möguleika á stofnun fimm ára deildar leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ.

Niðurstaða hópsins felst í þremur mögulegum leiðum sem starfshópurinn leggur til að lagðar verði til grundvallar og endanleg niðurstaða verði ekki framkvæmd fyrr en á skólaárinu 2016-2017. Hópurinn leggur til að næsta skólaár 2015-2016 verði nýtt til kynningar, umræðu og könnunar á vilja og viðhorfi foreldra og undirbúnings framkvæmdar.

Skólanefnd tekur undir niðurstöðu starfshópsins og styður tillögu B sem undanfara tillögu C.

1.2.
Fundargerðir starfshópsins nr. 1-8.
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins, tölusettar frá 1-8.

2.Landsbyggðarvinir, verðlaunaafhending

1501057

Lagt fram til kynningar.

3.Önnur mál

1504026

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:00.