Lagt fram bréf óbyggðanefndar vegna tilkynningar nefndarinnar um svæði 9, sem nær yfir Snæfellsnes. Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Erindi vísað til skipulags- og umhverfisnefndar á 182. fundi Bæjarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að til að afrit af bréfinu verði sent á alla eigendur jarða í Eyrarsveit og óskað eftir að þeir bregðist við með því að skila inn merkjalýsingum/uppdrætti sem sýna landsvæði jarðanna og eignarétt.
Lagt fram til kynningar bréf Óbyggðanefndar, frá 07.10.2015 varðandi málsmeðferð nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins hefur verið veittur frestur til 15. mars 2016 til að lýsa kröfum um þjóðlendur á svæði 9.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.