Málsnúmer 1503036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 154. fundur - 19.03.2015

Friðrik Tryggvason, kt.120860-4379 leggur inn fyrirspurn fyrir Alm. Umhverfisþjónustuna, kt.620198-2699 fyrir leyfi til að hækka þak steypustöðvar og færa sementstank.
(ÓT) og (VSM) Víkja af fundi vegna tengsla.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindi og byggingarfulltrúa er falið að ræða við eiganda.

(ÓT) og (VSM) koma aftur inn á fund.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 155. fundur - 09.04.2015

Friðrik Tryggvason kt.120860-4379 fyrir hönd Alm.umhverfisþj., kt.620198-2699 sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna Ártúns 1 samkv. uppdrætti frá Egg arkitektar.
(ÓT) og (VSM) víkja af fundi vegna tengsla og inn koma (HPH) og (BJ) á fundinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið. Erindið fellur undir 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er því lagt til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samkv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

(HPH) og (BJ) Víkja af fundi og inn á fundinn koma (ÓT) og (VSM).

Skipulags- og umhverfisnefnd - 157. fundur - 10.06.2015

Breyting á deiliskipulagi var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, MBL, Skessuhorni, Jökli og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og lauk athugasemdaferli 4.júní. Engar athugasemdir bárust. Óskað var eftir umsögn frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vegagerðinni og Vinnueftirlitinu.
(ÓT) og (VSM) víkja af fundi og inn á fundinn kemur (BJ)

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bætt verði inn í deiliskipulagið texta vegna tengingar á fráveitu og að malargryfjur verði með steypta veggi á þrjá vegu og öðrum athugsemdum í umsögnum verði svarað í fylgiskjali dags. 10.6.2015. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði sent á skipulagsstofnun samkv. 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

(BJ) vÍkur af fundi og (ÓT) og (VSM) koma aftur inn á fund.

Bæjarráð - 473. fundur - 30.07.2015

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 09.07.2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Ártúni 1, iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár. Í bréfinu gerir stofnunin athugasemdir vegna form- og efnisgalla.

Lögð fram breytt deiliskipulagstillaga dags. 24.07.2015 frá Egg arkitektum þar sem tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar.

Lögð fram svofelld bókun: “Vegna ábendinga er varða form- og efnisgalla í bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 9.7.2015, vegna deiliskipulagsbreytinga við Ártún 1 samþykkir bæjarráð breyttan deiliskipulagsuppdrátt frá Egg arkitektum með breytingardagsetningu 24.7.2015. Á uppdrættinum er tekið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og að lokum auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.”

Samþykkt samhljóða.