154. fundur 19. mars 2015 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) 1. varamaður
  • Sigurbjartur Loftsson (SL) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting - Aðveitustöð

Málsnúmer 1411012Vakta málsnúmer

Auglýsingartíma "Lýsingar" lauk 8. janúar 2015. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust innann tímafrests. Fjögur bréf/tölvupóstar bárust 27-29. jan. 2015. Óskað var eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Landsneti, Rarik, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Hesteigandafélagi Grundarfjarðar. Umsagnir hafa borist frá öllum. Almennur kynningarfundur var haldinn 13.3.2015. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu og greinagerð er lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðalskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun samkv. 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því verði aðalskipulagsbreytingin auglýst samkv. 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Aðveitustöð

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Almennur kynningarfundur var haldinn 13.3.2015. Deiliskipulagstillaga ásamt greinagerð fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn) er lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkv. 1. og 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010, samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

3.Grundargata 17 - Viðbygging

Málsnúmer 1501083Vakta málsnúmer

Jónas Þórðarson, kt.160867-4699, sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Magnúsar Jósepssonar, kt.091082-3659 vegna viðbyggingar við núverandi hús. Samkvæmt uppdráttum frá Teiknir, dags. 24.09.2014. Erindi frestað á 152. fundi. Grenndarkynnt fyrir Grundargötu 18, 19 og 20. Grenndarkynningu lauk 6.3.2015. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

4.Ártún 1 - Fyrirspurn

Málsnúmer 1503036Vakta málsnúmer

Friðrik Tryggvason, kt.120860-4379 leggur inn fyrirspurn fyrir Alm. Umhverfisþjónustuna, kt.620198-2699 fyrir leyfi til að hækka þak steypustöðvar og færa sementstank.
(ÓT) og (VSM) Víkja af fundi vegna tengsla.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindi og byggingarfulltrúa er falið að ræða við eiganda.

(ÓT) og (VSM) koma aftur inn á fund.

Fundi slitið - kl. 13:00.