Málsnúmer 1506006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 157. fundur - 10.06.2015

Gunnar Njálsson kt.271057-4239 óskar eftir að byggja gróðurhús á lóðinni við Fellasneið 14. stærð c.a.3x9m.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þurfa að grenndarkynna erindið þegar þar að kemur þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Óskað er eftir að gróðurhúsið uppfylli kröfur í byggingarreglugerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 158. fundur - 01.07.2015

Gunnar Njálsson kt. 271057-4239 sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi samkv. uppdrætti frá Onyx ehf, dags. júní 2015. Með umsókninni fylgir samþykki nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.