158. fundur 01. júlí 2015 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting - Aðveitustöð

Málsnúmer 1411012Vakta málsnúmer

Breyting á aðalskipulagi 2003-2015 vegna aðveitustöðvar fyrir rafmagn var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli, Lögbirtingarblaðinu og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Lauk athugasemdafresti 11. júní 2015. Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti, Vegagerðinni, Orkustofnun, Landsneti, Rarik og Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Allar umsagnir hafa borist.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunnar samkvæmt 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og óskað eftir birtingu í B-deild stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag - Aðveitustöð

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Nýtt deiliskipulag vegna aðveitustöðvar fyrir rafmagn var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli, Lögbirtingarblaðinu og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar samhliða breytingu á aðalskipulagi. Lauk athugasemdafresti 11. júní 2015. Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti, Vegagerðinni, Orkustofnun, Landsneti, Rarik og Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Allar umsagnir hafa borist.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunnar samkvæmt 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingu og óskað eftir heimild fyrir birtingu i B-deild stjórnartíðinda.

3.Fellasneið 14 - Gróðurhús

Málsnúmer 1506006Vakta málsnúmer

Gunnar Njálsson kt. 271057-4239 sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi samkv. uppdrætti frá Onyx ehf, dags. júní 2015. Með umsókninni fylgir samþykki nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

4.Ártún 1 - endurbygging

Málsnúmer 1507001Vakta málsnúmer

Friðrik Tryggvason kt.120860-4679 fyrir hönd Almennu Umhverfisþjónustunar ehf, kt.621098-2699 sækir um að endurbyggja og stækka steypustöðina, samkv. uppdráttum frá Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar.
(ÓT víkur af fundi)

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að deiliskipulagsbreyting fyrir Ártún 1 verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum þegar deiliskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.

(ÓT kemur inn á fund)

5.Innri Látravík 221958 - Nafnabreyting

Málsnúmer 1506036Vakta málsnúmer

Páll Harðarson kt.060754-7569 fyrir hönd Eyrarsveitar ehf, kt.601204-3040 sækir um nafnabreytingu. Innri Látravík, landnúmer 221958 verður Látravík 1. Uppdráttur frá Sigurgeir Skúlasyni landfræðingi, dags.11.júní 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

6.Innri Látravík - stofnun lóðar

Málsnúmer 1506037Vakta málsnúmer

Páll Harðarson kt.060754-7569 fyrir hönd Eyrarsveitar ehf, kt.601204-3040 óskar eftir að Innri Látravík verði "formlega" stofnuð samkv. uppdrætti frá Sigurgeir Skúlasyni landfræðingi dags. 26. maí 2015
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

7.Látravík 2 - stofnun lóðar

Málsnúmer 1506038Vakta málsnúmer

Páll Harðarson kt.060754-7569 fyrir hönd Eyrarsveitar ehf, kt.601204-3040 óskar eftir að stofan nýja lóð, Látravík 2, samkvæmt uppdrætti frá Sigurgeir Skúlasyni landfræðingi, dags.11.júní 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

8.Mat á umhverfisástæðum - tölvupóstur

Málsnúmer 1506039Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun vekur athygli á því að þann 1.júní tóku í gildi þau ákvæði um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, viðauki 1.
Lagt fram.

9.Umhverfisstofnun - Auglýsingarskilti utan þéttbýlis - Tölvupóstur

Málsnúmer 1506040Vakta málsnúmer

Tölvupóstur frá Umhverfisstofnun.
Lagt fram.

10.Skiltareglugerð

Málsnúmer 1506041Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að gerð verði skiltareglugerð í Grundarfjarðarbæ. Lagðar eru fram til hliðsjónar skiltareglugerðir í öðrum bæjarfélögum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að gerð verð drög að skiltareglugerð fyrir Grundarfjarðarbæ.

Fundi slitið - kl. 19:00.