Málsnúmer 1508018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 160. fundur - 02.09.2015

Lögð eru fram drög að vinnureglum vegna rekstrarleyfa í íbúðarbyggð, samþykkt um bílastæði og bílastæðagjaldskrá.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir umræðu um vinnureglur, samþykkt og gjaldskrá hjá bæjaryfirvöldum fyrir næsta fund.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 161. fundur - 21.10.2015

Lögð eru fram drög að vinnureglum vegna rekstrarleyfa í íbúðarbyggð, samþykkt um bílastæði og bílastæðagjaldskrá. Erindi frestað á fundi 160. Bókun bæjarstjórnar fundur 188. "Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og umhverfisnefnd frekari úrvinnslu og mótun vinnureglnanna. Jafnframt að fela forseta, varaforseta og bæjarstjóra að sækja fund skipulags- og umhverfisnefndar vegna málsins."
Inn á fundinn koma Þorsteinn, Eyþór og Rósa og véku svo af fundi eftir umræður.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að:
1.
Vinnureglur vegna rekstrarleyfisumsókna í íbúðabyggð, Grundarfirði.
2.
Samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Grundarfirði. Verði samþykktar eins og liggja fyrir á fundinum nema að breyting verði gerð á gr.3. í Vinnureglum og verði eftirfarandi?3. Bæjarstjórn veitir ekki umsögn fyrr en að lokinni kynningu.“
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við Bílastæðagjaldskrá, samkv. 19.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.