160. fundur 02. september 2015 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ) 1. varamaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að fá að bæta einu erindi við áður útsenda dagskrá, Bjarsteinn mathús, skilti. - Samþykkt samhljóða.

1.Hrannarstígur 3 - Breytingar innan húss

Málsnúmer 1508006Vakta málsnúmer

Árni Halldórsson, kt.220152-3089 fyrir hönd MG gisting ehf, kt.680415-1610 sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss. Atvinnuhúsnæði 1. hæðar er breytt í íbúð að hluta samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustunni ehf. dags. 20.júlí 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Hlíðarvegur 8 - Breyting á gluggum

Málsnúmer 1508010Vakta málsnúmer

Sigríður Finsen, kt.071158-2179 fyrir hönd Magnúsar Soffaníassonar, kt.050661-5049 sækir um breytingar á gluggum, samkv. uppdráttum frá Ólöfu Flygenring.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

3.Borgarbraut 19 - endurnýjun á olíutanki

Málsnúmer 1508013Vakta málsnúmer

Ásmundur Ingvarsson, kt.121260-4689 fyrir hönd Skeljungs hf, kt.590269-1749 sækir um endurnýjun á núverandi olíutanki, samkv. uppdrætti frá Ferill Verkfræðistofa. Fyrir liggur umsögn frá heilbr.e.vesturlands, vinnueftirliti og eldvarnareftirl.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

4.Grundargata 4 - Reyndarteikning

Málsnúmer 1508012Vakta málsnúmer

Signý Gunnarsdóttir, kt.120780-4769 leggur inn reyndarteikningu af grunnmynd íbúðar við Grundargötu 4.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

5.Grundargata 54 - Reyndarteikning

Málsnúmer 1508011Vakta málsnúmer

Kári Pétur Ólafsson, kt.100274-3379 leggur inn reyndarteikningu af Grundargötu 54.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

6.Fjallskil - Fjallskilaboð

Málsnúmer 1508007Vakta málsnúmer

Fyrri leit verður laugardaginn 19. september 2015 og réttað verður að Hömrum og Mýrum.
Seinni leit verður laugardaginn 3. október 2015.
Lagt fram.

7.Vinnureglur vegna rekstrarleyfa, samþykkt um bílastæði og bílastæðagjaldskrá

Málsnúmer 1508018Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að vinnureglum vegna rekstrarleyfa í íbúðarbyggð, samþykkt um bílastæði og bílastæðagjaldskrá.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir umræðu um vinnureglur, samþykkt og gjaldskrá hjá bæjaryfirvöldum fyrir næsta fund.

8.Bjargarsteinn Mathús - Sólvellir 15 - Skilti

Málsnúmer 1509001Vakta málsnúmer

Olga S. Einarsdóttir, kt.140260-7899 fyrir hönd Bolli ehf, kt.570415-1230 sækir um leyfi til að setja skilti c.a.40x30cm á ljósastaura við innkomu í Grundarfjarðarbæ. Auglýsing fyrir Bjargarstein mathús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leyfir eitt skilti við hvora aðkomu inn í Grundarfjarðarbæ. Stærð skiltanna skal vera að hámarki 30x40cm.
Önnur mál:

A. Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun er varðar breytingu á deiliskipulagi við Nesveg lagður fram.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram í málinu.

Fundi slitið - kl. 18:30.