Málsnúmer 1509007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 190. fundur - 05.11.2015

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Uppfærð breyting á deiliskipulagi er lög fram. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði endurauglýst og kynnt samkvæmt 43.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Ef til kemur að bílasæði vanti á lóð miðað við byggingamagn, þarf að gera kvöð á viðkomandi lóð þar sem auka bílastæði verða staðsett. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Einn sat hjá (RG).
  • Grundarfjarðarbær óskar eftir byggingarleyfi fyrir endurbótum á núverandi heitapottasvæði og uppbyggingu á vaðlaug. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Lögð eru fram drög að vinnureglum vegna rekstrarleyfa í íbúðarbyggð, samþykkt um bílastæði og bílastæðagjaldskrá. Erindi frestað á fundi 160. Bókun bæjarstjórnar fundur 188. "Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og umhverfisnefnd frekari úrvinnslu og mótun vinnureglnanna. Jafnframt að fela forseta, varaforseta og bæjarstjóra að sækja fund skipulags- og umhverfisnefndar vegna málsins." Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Inn á fundinn koma Þorsteinn, Eyþór og Rósa og véku svo af fundi eftir umræður.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að:
    1.
    Vinnureglur vegna rekstrarleyfisumsókna í íbúðabyggð, Grundarfirði.
    2.
    Samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Grundarfirði. Verði samþykktar eins og liggja fyrir á fundinum nema að breyting verði gerð á gr.3. í Vinnureglum og verði eftirfarandi?3. Bæjarstjórn veitir ekki umsögn fyrr en að lokinni kynningu.“
    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við Bílastæðagjaldskrá, samkv. 19.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, BP, ÞS, RG og EBB.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða vinnureglur vegna restrarleyfisumsókna í íbúðabyggð, Grundarfirði, með áorðnum breytingum.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Grundarfirði. Þó er ákvæðum í 3. gr. samþykktanna um gjaldskrá frestað og vísað til bæjarráðs.
  • Þórður Guðmundsson, kt.021049-2559 fyrir hönd Landsnets, kt.580804-2410 sækir um lóð fyrir nýja aðveitustöð rafmagns sem kemur í stað þeirrar sem verður rifin. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðarumsóknin sé samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er inn fyrirspurn hvort hægt sé að byggja sumarhús í landi Myrarhúsa um 30m frá vatni. Með fyrirspurninni fylgir bréf ódags. og samþykki eigenda fyrir nýju húsi. Óskað eftir undanþágu til umhverfis- og auðlindarráðuneytis. Undanþága barst í bréfi dags. 19.okt.2015. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Lagt fram og skipulags og byggingarfulltrúa falið að svara fyrirspurninni.