190. fundur 05. nóvember 2015 kl. 16:30 - 18:57 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
 • Berghildur Pálmadóttir (BP)
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings
Óli Jón Ólason, fæddur 17. október 1933, látinn 7. október 2015.

Fundarmenn risu úr sætum.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingi
Bylgja Lárusdóttir, f. 12. október 2015. Foreldrar hennar eru Kristín Halla Haraldsdóttir og Lárus Sverrisson.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

1.Bæjarráð - 476

Málsnúmer 1509005FVakta málsnúmer

 • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 476 Lagðar fram tillögur að álagningu útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2016. Jafnframt lögð fram rammaáætlun rekstrar fyrir árið 2016 ásamt sjóðsstreymisyfirliti.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn á álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári, 14,52%, eða hámarksálagning skv. lögum.
  Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • 1.3 1510016 Gjaldskrár 2016
  Bæjarráð - 476 Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana.
  Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • 1.4 1510015 Styrkumsóknir 2016
  Bæjarráð - 476 Farið yfir styrkumsóknir vegna ársins 2016.
  Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 08.10.2015 þar sem sjóðurinn bíður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í viðkomandi sveitarfélagi.
  Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri ásamt forseta bæjarstjórnar ræði nánar við Íbúðalánasjóð um úrlausnir vegna ónýttra íbúða í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram bréf frá stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu við dvalarheimilið. Unnið er að hönnun viðbyggingarinnar. Áætlað er að unnið verði að grunni árið 2016, að húsið verði reist árið 2017 og innréttingar verði gerðar árið 2017-2018. Ráðgert er að ný hjúkrunarrými verði tekin í notkun vorið 2018.
  Í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu kostnaðar vegna umsagnar byggingarnefndar Grundarfjarðar.
  Bæjarráð lýsir yfir ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir og vísar endanlegri afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar og leggur til að kostnaður vegna umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar verði felldur niður.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs en leggur til að styrkur verði veittur á móti kostnaði við umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 476 Lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar frá 06.10.2015 til fyrirtækja í flutningaþjónustu þar sem boðuð er skerðing á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Jafnframt er spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbúin að greiða hluta kostnaðar við vetrarþjónustu.
  Bæjarráð Grundarfjarðar telur brýnt að aukið fjármagn fáist á fjárlögum til vetrarþjónustu svo Vegagerðinni sé mögulegt að sinna nauðsynlegri vetrarþjónustu. Ekki er hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í flutningaþjónustu né aðrir vegfarendur greiði fyrir þá sjálfsögðu þjónustu sem hálkueyðing og snjóruðningur er. Jafnframt skiptir þjónusta þessi miklu máli fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram bréf Sigmars Hrafns Eyjólfssonar, ódagsett en móttekið 05.10.2015. Í bréfinu er velt upp hugmyndum um möguleg kaup Grundarfjarðarbæjar á Haukabergi SH-20.
  Bæjarráð mælir ekki með þátttöku Grundarfjarðarbæjar í kaupum á umræddu skipi miðað við þær forsendur sem fram eru settar í bréfinu.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram kauptilboð í bifreið í sameiginlegri eigu Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar. Um er að ræða bíl sem notaður var af byggingafulltrúa. Kauptilboðið er 2,3 millj. kr.
  Bæjarráð mælir með að kauptilboðið verði samþykkt enda liggi jafnframt fyrir samþykki Stykkishólmsbæjar.
 • Bæjarráð - 476 Lagðir fram tölvupóstar frá Erni Inga Gíslasyni hjá Arnarauga vegna skuldar frá árinu 2006 sem ósamkomulag var um.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
 • 1.11 1508014 Ráðningarsamningar
  Bæjarráð - 476 Lagður fram ráðningarsamningur við Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, skipulags- og byggingafulltrúa.

  Ráðningarsamningur samþykktur samhljóða.
 • Bæjarráð - 476 Lögð fram kynningar tillaga Alta að vinnu- og verkáætlun fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðar.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulagsvinnunnar.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf EBÍ frá 06.10.2015, þar sem tilkynnt er um ágóðahlut Grundarfjarðarbæjar í sjóðnum. Hlutdeild Grundarfjarðarbæjar er 0,838%.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf Samgöngustofu frá 28.09.2015. Í bréfinu er farið yfir ástand gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót af öryggisástæðum.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf Jafnréttisstofu frá 12.10.2015, þar sem óskað er eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf Fiskistofu frá 08.10.2015 varðandi sérstakt strandveiðigjald til hafna.
 • 1.17 1502006 Óbyggðanefnd, bréf
  Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf Óbyggðanefndar, frá 07.10.2015 varðandi málsmeðferð nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins hefur verið veittur frestur til 15. mars 2016 til að lýsa kröfum um þjóðlendur á svæði 9.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Sólvöllum. Jafnframt lagt fram svarbréf bæjarstjóra og leikskólastjóra frá 14.10.2015.
 • Bæjarráð - 476 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 14.10.2015.
 • Bæjarráð - 476 Lagt fram til kynningar bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti frá 20.10.2015 þar sem tilkynnt er að Grundarfjarðarbæ er úthlutað 282 þoskígildistonnum. Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

  Til máls tóku ÞS og EG.

  Bæjarstjórn Grundarfjarðar leggur til að reglugerð ráðuneytisins nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016 verði lögð til grundvallar við úthlutun byggðakvóta á skip í Grundarfirði fiskveiðiárið 2015-2016.

  Samþykkt samhljóða.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Bæjarráð - 476 Lagður fram til kynningar búseturéttar- og leigusamningur um Hrannarstíg 34.
 • 1.22 1501074 Starfsmannamál
  Bæjarráð - 476 Farið yfir starfsmannamál.

2.Bæjarráð - 477

Málsnúmer 1511001FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð - 477 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt viðhalds- og fjárfestingaáætlun og yfirliti sem sýnir samanburð milli upphaflegrar áætlunar 2015, útkomuspár ársins 2015 og fjárhagsáætlunar 2016 eins og hún liggur fyrir á fundinum.

  Fyrir fundinum lágu einnig tillögur um álagningu útsvars og fasteignagjalda.

  Bæjarráð leggur til að álagning útsvars verði áfram sú sama, 14,52% eða hámarks leyfileg álagning.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um álagningu fasteignagjalda verði samþykktar.

  Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2017-2019.

  Að umfjöllun lokinni vísar bæjarráð fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
 • 2.2 1510016 Gjaldskrár 2016
  Bæjarráð - 477 Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 476. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.
 • 2.3 1510015 Styrkumsóknir 2016
  Bæjarráð - 477 Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2016, sem fjallað var um á 476. fundi bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða að vísa yfirliti yfir styrkumsóknir til bæjarstjórnar.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 161

Málsnúmer 1509007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Uppfærð breyting á deiliskipulagi er lög fram. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði endurauglýst og kynnt samkvæmt 43.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Ef til kemur að bílasæði vanti á lóð miðað við byggingamagn, þarf að gera kvöð á viðkomandi lóð þar sem auka bílastæði verða staðsett. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Einn sat hjá (RG).
 • Grundarfjarðarbær óskar eftir byggingarleyfi fyrir endurbótum á núverandi heitapottasvæði og uppbyggingu á vaðlaug. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Lögð eru fram drög að vinnureglum vegna rekstrarleyfa í íbúðarbyggð, samþykkt um bílastæði og bílastæðagjaldskrá. Erindi frestað á fundi 160. Bókun bæjarstjórnar fundur 188. "Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og umhverfisnefnd frekari úrvinnslu og mótun vinnureglnanna. Jafnframt að fela forseta, varaforseta og bæjarstjóra að sækja fund skipulags- og umhverfisnefndar vegna málsins." Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Inn á fundinn koma Þorsteinn, Eyþór og Rósa og véku svo af fundi eftir umræður.
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að:
  1.
  Vinnureglur vegna rekstrarleyfisumsókna í íbúðabyggð, Grundarfirði.
  2.
  Samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Grundarfirði. Verði samþykktar eins og liggja fyrir á fundinum nema að breyting verði gerð á gr.3. í Vinnureglum og verði eftirfarandi?3. Bæjarstjórn veitir ekki umsögn fyrr en að lokinni kynningu.“
  Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við Bílastæðagjaldskrá, samkv. 19.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Til máls tóku EG, BP, ÞS, RG og EBB.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða vinnureglur vegna restrarleyfisumsókna í íbúðabyggð, Grundarfirði, með áorðnum breytingum.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Grundarfirði. Þó er ákvæðum í 3. gr. samþykktanna um gjaldskrá frestað og vísað til bæjarráðs.
 • Þórður Guðmundsson, kt.021049-2559 fyrir hönd Landsnets, kt.580804-2410 sækir um lóð fyrir nýja aðveitustöð rafmagns sem kemur í stað þeirrar sem verður rifin. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðarumsóknin sé samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð er inn fyrirspurn hvort hægt sé að byggja sumarhús í landi Myrarhúsa um 30m frá vatni. Með fyrirspurninni fylgir bréf ódags. og samþykki eigenda fyrir nýju húsi. Óskað eftir undanþágu til umhverfis- og auðlindarráðuneytis. Undanþága barst í bréfi dags. 19.okt.2015. Skipulags- og umhverfisnefnd - 161 Lagt fram og skipulags og byggingarfulltrúa falið að svara fyrirspurninni.

4.Hafnarstjórn - 7

Málsnúmer 1510002FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn - 7 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2016.

  Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
 • Hafnarstjórn - 7 Lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2016.

  Gjaldskrá samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
 • Hafnarstjórn - 7 Lagðar fram leiðbeiningar að fyrirmynd fyrir umhverfisstefnu hafna. Hafnarstjóri gerði grein fyrir könnun sinni á því að fá utanaðkomandi aðila til að vinna umhverfisstefnu fyrir Grundarfjarðarhöfn.

  Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
  Bókun fundar Til máls tóku ÞS, EG og RG.
 • Hafnarstjórn - 7 Lögð fram umsögn sem unnin hefur verið í samvinnu hafna á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gerðar eru verulegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996. Bókun fundar Til máls tóku ÞS, EBB, RG og EG.
 • Hafnarstjórn - 7 Lagt fram til kynningar bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frá 20.10.2015 varðandi úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðar. Alls fær Grundarfjarðarbær í sinn hlut 282 þoskígildistonn.

5.Álagning útsvars

Málsnúmer 1511005Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn tekur undir tillögu bæjarráðs um að álagning útsvars verði sú sama og á yfirstandandi ári, 14,52%, eða hámarks leyfileg álagning.

Samþykkt samhljóða.

6.Álagning fasteignagjalda

Málsnúmer 1511006Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda næsta árs. Tillagan gerir ráð fyrir að álagning fasteignagjalda árið 2016 verði óbreytt miðað við árið 2015.

Til máls tóku EG og ÞS.

Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1510016Vakta málsnúmer

Lagðar fram þjónustugjaldskrár stofnana.

Til máls tóku ÞS og EG.

Þjónustugjaldskrár samþykktar samhljóða.

8.Styrkumsóknir 2016

Málsnúmer 1510015Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar næsta árs.

Yfirlit samþykkt samhljóða.

9.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1509022Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu drög að fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokka- og deildayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram sundurliðað skjal niður á deildir sem sýnir samanburð áætlana milli áranna 2015 og 2016. Ennfremur lagt fram yfirlit yfir áætlaðar fjárfestingar ársins 2016.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

10.Samstarf sveitafélaga á Snæfellsnesi og Matís

Málsnúmer 1511001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Matís frá 30.10.2015 varðandi samning Matís við sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi.

Bæjarstjóra falið að ræða við aðra aðila samkomulagsins og forsvarsmenn Matís um framhald mála.

Samþykkt samhljóða.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2016.

12.Hjálmar ehf.

Málsnúmer 1508015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 21.10.2015, sem er svar við bréfi Grundarfjarðarbæjar frá 31.08.2015 vegna forkaupsréttarákvæða 12. gr. laga um stjórn fiskveiða. Með bréfinu fylgir afrit af bréfi ráðuneytisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.10.2015 þar sem ráðuneytið óskar umsagnar sambandsins um málið.

Til máls tóku ÞS og EG.

13.Svæðisgarður Snæfellinga, fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1511007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Svæðisgarðsins Snæfellsness vegna ársins 2016.

14.Héraðsnefnd Snæfellinga, aðalfundur

Málsnúmer 1511008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Héraðsnefndar Snæfellinga frá 27.05.2015, sem var móttekin 02.10.2015, ásamt fylgigögnum.

15.Félagsmálanefnd Snæfellinga, fundargerð

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 154. fundar Félagsmálanefndar Snæfellinga frá 03.11.2015.

Til máls tóku BP og EG.

16.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

ÞS fór yfir mál í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:57.