Málsnúmer 1509023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 475. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar bréf frá Alta dags. 23.09.2015, þar sem óskað er eftir tækifæri til að kynna starfsemi fyrirtækisins er lýtur að gerð skipulagsvinnu.

Samþykkt samhljóða að þiggja boð um kynningu frá Alta við fyrstu hentugleika, þar sem fyrirtækið kynni starfsemi sína fyrir bæjarstjórn og skipulags -og umhverfisnefnd.

Bæjarstjórn - 189. fundur - 08.10.2015

Björg Ágústsdóttir og Matthildur Elmarsdóttir, frá Alta, sátu fundinn undir þessum lið. Auk þeirra sátu Ólafur Tryggvason og Helena María Jónsdóttir, nefndarmenn skipulags- og umhverfisnefndar, fundinn undir þessum lið.

Björg og Matthildur kynntu starfsemi Alta og skipulagsvinnu sem fyrirtækið vinnur að.