475. fundur 01. október 2015 kl. 12:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Staðgreiðsluyfirlit

Málsnúmer 1501020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar staðgreiðsluyfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 11,3% hærra en á sama tíma á fyrra ári.

3.Rekstraryfirlit

Málsnúmer 1501027Vakta málsnúmer

Lagt fram og yfirfarið rekstraryfirlit frá byrjun árs til 30.09.2015 miðað við stöðu bókhalds.

4.Laun - áætlun og raun

Málsnúmer 1502027Vakta málsnúmer

Lögð fram launaáætlun miðað við raunlaun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarlaunagreiðslur eru um 21,8 millj. kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, sem er um 7,4% hækkun.

5.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 1504036Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2015.

6.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1509022Vakta málsnúmer

Farið yfir verðlagsforsendur vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2016. Ráðgerðir eru tveir vinnufundir með bæjarráði fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.

7.Ráðning skipulags-og byggingafulltrúa

Málsnúmer 1308006Vakta málsnúmer

Um starf skipulags- og byggingafulltrúa sóttu sjö manns. Bæjarráð ásamt bæjarstjóra og skrifstofustjóra fóru yfir umsóknir og tóku viðtöl við fjóra umsækjendur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Gunnar Sigurgeir Ragnarsson í starfið.

8.Golfklúbburinn Vestarr

Málsnúmer 1501033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Golfklúbbsins Vestarr dags. 07.09.2015, þar sem m.a. óskað er eftir endurskoðun á gildandi samningum milli klúbbsins og Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni klúbbsins og felur bæjarsjóra að móta drög að nýjum samningi í samráði við golfklúbbinn.

Bæjarráð óskar klúbbnum jafnframt til hamingju með 20 ára afmælið.

9.Úthlutun íbúðar fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1507011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Sunnevu Gissurardóttur um íbúð eldri borgara að Hrannarstíg 34.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Sunnevu íbúðinni. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

10.Aðalfundur SSV

Málsnúmer 1509014Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna haustþings SSV 7. okt. nk., ásamt dagskrá fundarins. Tilnefna þarf þrjá fulltrúa Grundarfjarðarbæjar á fundinn skv. 5. gr. laga SSV.

Samþykkt samhljóða að fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundinum verði Eyþór Garðarsson, Rósa Guðmundsdóttir og Elsa Bergþóra Björnsdóttir. Fulltrúar til vara verði Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson.

11.Sundlaug, Borgarbraut 17, uppdráttur

Málsnúmer 1509016Vakta málsnúmer

Lögð fram teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundlaug Grundarfjarðar.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að láta vinna útboðsgögn fyrir verkið.

12.Ályktun frá samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar á Vesturlandi

Málsnúmer 1509017Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga sem haldinn var í Borgarnesi 14.09.2015.

Lögð fram tillaga að bókun:

”Bæjarráð Grundarfjarðar telur brýnt að fjárveiting fáist til niðurgreiðslu á halla fyrri ára hjá embætti lögreglunnar og að í fjárlögum ársins 2016 verði tryggt nægjanlegt fjámagn til þess að unnt verði að ráða hið snarasta í störf lögreglumanna í Grundarfirði, sem er sjálfsögð þjónusta sem þarf að vera til staðar í sveitarfélaginu.”

Samþykkt samhljóða.

13.Húsaleigusamningur, Ölkelduvegur 1

Málsnúmer 1509012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Aðalskoðun leiksvæða 2015

Málsnúmer 1509019Vakta málsnúmer

Lagðar fram skoðunarskýrslur vegna aðalskoðunar leiktækja við leik- og grunnskóla og á opnum leiksvæðum.

Bæjarráð fagnar því að slík skoðun hafi farið fram og felur umsjónarmanni fasteigna að vinna að lagfæringu á þeim athugasemdum sem fram koma í skýrslunum.

15.Þjóðarsáttmáli um læsi. Samningur ríkis og sveitafélaga

Málsnúmer 1509020Vakta málsnúmer

Lagður fram þjóðarsáttmáli um læsi, sem undirritaður var 22.09.2015 af mennta- og menningarmálaráðherra, bæjarstjóra og forsvarsmanni Landssamtaka heimilis og skóla.

Bæjarráð fagnar tilkomu sáttmálans og hvetur til þess að hann verði kynntur vel í leik- og grunnskóla bæjarins svo ákvæði hans nýtist til þess að efla lestrarkunnáttu í sveitarfélaginu.

16.Aðalfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1305011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf slitastjórnar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 14.09.2015 þar sem óskað er eftir staðfestingu innanríkisráðherra á slitum Eyrbyggju-sögumiðstöðvar, sbr. 8. gr. skipulagsskrár sjálfseignarstofnunarinnar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar.

17.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 1505013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar frá 07.09.2015 ásamt fylgigögnum. Annars vegar er fjallað um þrifnað og umgengni utanhúss á Vesturlandi og hins vegar um meðferð númerslausra bíla og ónýtra bílhræja.

18.Alta, skipulagsmál

Málsnúmer 1509023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Alta dags. 23.09.2015, þar sem óskað er eftir tækifæri til að kynna starfsemi fyrirtækisins er lýtur að gerð skipulagsvinnu.

Samþykkt samhljóða að þiggja boð um kynningu frá Alta við fyrstu hentugleika, þar sem fyrirtækið kynni starfsemi sína fyrir bæjarstjórn og skipulags -og umhverfisnefnd.

19.Starfsmannamál

Málsnúmer 1501074Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsmannamál.

20.Þingmannafundur 30.09.2015

Málsnúmer 1509025Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt umræðuefni á fundi forsvarsmanna Grundarfjarðarbæjar og þingmanna kjördæmisins, sem fram fór á Hótel Hamri í Borgarnesi 30.09.2015. Meðal umræðuefna voru fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun hafnarinnar, kvótamál og lög um stjórn fiskveiða, málefni fatlaðra, jöfnun húshitunarkostnaðar og átak til leitar á heitu vatni, málefni flóttamanna, samskipti bæjarfélagsins og Íbúðalánasjóðs varðandi íbúðir í eigu hans í bæjarfélaginu, vegamál, viðhald og þjónusta vega, aukin hálkueyðing og snjómokstur. Ennfremur voru rædd málefni Kvíabryggju, löggæslumál o. fl.

Fundi slitið - kl. 18:30.